fbpx

Ruslið á Mac

Ert þú einn af þeim sem elskar að læra nýjar flýtivísanir (e. keyboard shortcuts fyrir þá sem sletta eins og ég).

Hér koma nokkrar flýtivísanir sem geta reynst þér vel og flýtt fyrir þegar þú ert að losa þig við allt draslið sem er á Desktop.

Áður en lengra er haldið þá er vert að taka fram að þú verður að vera með Finder valið til að gera þetta. Smelltu bara á Cmd+Tab og þá færðu val svipað því sem er á myndinni að neðan upp.

Cmd+Tab - Mac

Flýtivísanirnar sem um ræðir hljóða svo:

  • Senda skrá í ruslið: Til að gera þetta skaltu ýta á Cmd+Delete (einnig hægt að ýta á Cmd+Backspace)
  • Endurheimta skrá úr ruslinu: Þá þarftu reyndar að opna ruslið með því að smella á það (og við biðjumst velvirðingar á því). Síðan velurðu bara skrána sem þú vilt setja á sinn stað og ýtir á á Cmd+Delete eða Cmd+Backspace eins og áðan. (Við teljum skipunina ekki verðuga þess að fá feitletrun á ný vegna endurtekningar).
  • Tæma ruslið: Nú erum við að tala saman. Ýttu á Shift+Cmd+Delete (eða Shift+Cmd+Backspace).
  • Tæma ruslið (og hunsa viðvörun): Shift+Option/Alt+Cmd+Delete (eða Shift+Option/Alt+Cmd+Backspace).

Þá er það komið. Passaðu bara að velja rétta möppu svo þú eyðir ekki óvart iTunes möppunni þinni þegar þú ert að prófa þetta.

Avatar photo
Author

3 Comments

  1. Eg hataði ruslakörfuna mína af öllu hjarta, eg lenti trilljon sinnum i þvi að geta ekki eytt ur henni með öllum ráðum, svo fekk eg mer Thrash-it og það hreinlega hefur eekki einu sinni klikkað. Mæli með þvi fyrir ruslamennina

  2. Það er auðvelt að endurheimta skrá eða möppu úr ruslinu með Command + Z. En virkar auðvitað bara ef það var síðasta ‘Move’ skipun.

Write A Comment