fbpx

Núllstilla iPhone í iTunes

Ef þú varst að uppfæra í nýjan iPhone og vilt losa þig við gamla gripinn sem hefur fylgt þér hvert fótmál síðustu mánuði eða ár, þá mælum við eindregið með því að þú núllstillir símann áður en þú selur eða gefur hann.

Hægt er að núllstilla iPhone síma á tvo vegu. Við bendum auðvitað á að með því að núllstilla símann þá er öllum gögnum af símanum eytt, bæði tónlist, myndum, myndböndum og öðrum gögnum. Byrjaðu því á að taka afrit af öllum gögnum símans áður en lengra er haldið ef þú hefur ekki gert það.

 

Leið 1: Núllstilling án tölvu

Ath! Ef þú ert með jailbreakaðan iPhone síma þá skaltu ekki nota þessa aðferð,  því þá verður síminn fastur í svokölluðu Recovery Mode sem leiðir til þess að þú þarft að gera núllstilla símann (e. Restore) í iTunes forritinu.

Skref 1: Farðu í iPhone símann sem þú vilt núllstilla og smelltu á Settings > General.

Skref 2: Þar skaltu skruna niður í Reset og smella á það. Smelltu þar á Erase All Content and Settings.

Skref 3: Nú kemur upp gluggi sem segir This will delete all media and data and reset all settings ásamt valkostinum Erase phone og Cancel. (Ef þú kýst að fara þessa leið þá skaltu passa að rafhlaðan sé ekki á tæpasta vaði, því þessi aðgerð getur tekið dágóðan tíma)

Ef einhverjir eru efins um hvernig þetta er, þá sýnum við leiðina að þessu í eftirfarandi myndbandi (fyrir utan síðasta skrefið):

 

Leið 2: Núllstilling í iTunes

Við mælum frekar með þessari leið. Þetta er hin hefðbundna leið til að núllstilla iPhone síma, og er á ýmsan hátt mun einfaldari og þægilegri en en sú fyrri.

Skref 1: Tengdu iPhone símann við tölvuna þína og opnaðu iTunes.

Skref 2: Veldu iPhone símann þinn undir Devices í iTunes. Veldu Summary flipann á skjánum og smelltu á Restore hnappinn, eins og sýnt er á myndinni efst í færslunni. iTunes forritið mun þá sækja nýjustu firmware skrána frá vefþjónum Apple og setja upp á símann þinn. Tekur eflaust svona 10-20 mínútur.

Skref 3: Eftir að síminn hefur verið núllstilltur þá ættirðu að sjá „Slide to set up“ á símanum, sem fer með nýjan eiganda í gegnum uppsetningu símans í fyrsta sinn.

iPhone slide to setup

 

Er eitthvað sem ber að varast?

Já, tvennt:

  1. Það verður það seint ofkveðið að þú skalt taka afrit af símanum þínum áður en þú ferð í þessa aðgerð.
  2. Ef sá sem tekur við símanum hefur í hyggju að framkvæma jailbreak á símanum (ef það er mögulegt) þá getur verið að þú eyðileggir þann möguleika með því að uppfæra í nýjustu útgáfu af iOS (ef þú ert ekki með hana fyrir). Vertu því í samskiptum við væntanlegan eiganda símans hvað þetta varðar.

Avatar photo
Author

Write A Comment