fbpx

XBMC logo

Ef þú notar margmiðlunarforritið XBMC daglega, þá getur verið þægilegt að stjórna forritinu með fleiri aðferðum en bara lyklaborðinu (eða Apple TV fjarstýringu á tæki sem búið er að framkvæma jailbreak á).

Á innan við fimm mínútum geturðu stillt XBMC þannig að hægt er að stjórna forritinu úr hvaða netvafra sem er, ef tölvan er tengd við sama staðarnet (e. Wi-Fi) og netið sem XBMC forritið tengist.

Til þess að heimila stjórnun á XBMC úr netvafranum þínum, hvort sem það er Chrome, Firefox eða Safari þá þarftu að fylgja eftirfarandi leiðarvísi.

Skref 1

Byrjaðu á því að opna XBMC. Þar skaltu fara í System > Settings. Þegar hér er komið við sögu þá skaltu smella á Network.

 XBMC - System - Settings

Skref 2

Undir Network skaltu svo smella á „Allow control of XBMC via HTTP“. Þú getur valið notandanafn og lykilorð (en það er ekki nauðsynlegt).

XBMC Allow Control via HTTP

 

Skref 3

Farðu aftur í aðalskjáinn og veldu System > System info. Þar skaltu skrá niður IP töluna þína (eflaust 192.168.1.x eða 10.0.1.x).

XBMC System Info

Skref 4

Lokaðu og opnaðu XBMC. Síðan skaltu opna netvafra að eigin vali og slá inn IP töluna ásamt viðskeytinu :8080.

Dæmi: Ef IP talan þín í skrefi 3 var 192.168.1.54 þá slærðu inn http://192.168.1.54:8080.

Þá er það komið. Ef allt gekk að óskum þá ættirðu að geta slegið inn IP tölu tölvunnar þinnar, eða á Apple TV sem er með XBMC (þ.e. Apple TV 2 sem búið er að jailbreaka), og fengið útlit sem svipar til þess hér fyrir neðan ef þú hefur flokkað safnið þitt. Að auki fylgir þessu einnig einföld fjarstýring, sem getur komið sér vel (sérstaklega fyrir Apple TV eigendur, enda er vandfundin sú fjarstýring sem týnist jafn oft á heimili eigandans).  

Svona er hægt að stjórna XBMC úr netvafra

 

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Sæll, ég var að jailbreika apple Tv-ið hjá mér í gær, er með xbmc/Navi X og þegar ég er að reyna að opna þætti og bíómyndir þá kemur alltaf „cannot open the file“ er búin að reyna að finna hvað getur verið að á netinu og það virðast margir vera að lenda í því sama, veistu hvað getur verið að. Er reyndar líka með NitoTV inná ATV, getur það verið að hafa einhver áhrif?

Write A Comment