fbpx

Internet Explorer - kaka

Samkeppni á netvaframarkaði er hörð. Internet Explorer, Google Chrome, Mozilla Firefox, Apple Safari og Opera eru fimm stærstu vafranir sem berjast um hituna, auk þess sem minni vafrar deila með sér einhverju broti úr prósentu.

Fyrirtækin Microsoft og Mozilla sýna samt hvort öðru mikla háttvísi í þessari samkeppni, en fyrirtækin senda hvort öðru köku, þegar nýjar stórútgáfur af vöfrum hvors fyrirtækis koma út.

Microsoft byrjaði með þessa hefð árið 2006 þegar þeir voru stærsti netvafrinn á markaðnum og Firefox vafrinn, sem þá var nýr á markaðnum, var helsti keppinautur þeirra.

Margir netverjar hafa grínast með það hvort kökurnar frá Microsoft séu greinilega góðar, því stórar uppfærslur á Firefox vafranum eru nú orðnar mun tíðari en áður fyrr.

Mozilla Firefox - kaka

Heimild: The Verge

Avatar photo
Author

Write A Comment