Tag

internet

Browsing

Internet Explorer - kaka

Samkeppni á netvaframarkaði er hörð. Internet Explorer, Google Chrome, Mozilla Firefox, Apple Safari og Opera eru fimm stærstu vafranir sem berjast um hituna, auk þess sem minni vafrar deila með sér einhverju broti úr prósentu.

Fyrirtækin Microsoft og Mozilla sýna samt hvort öðru mikla háttvísi í þessari samkeppni, en fyrirtækin senda hvort öðru köku, þegar nýjar stórútgáfur af vöfrum hvors fyrirtækis koma út.

Gigabit Wi-Fi

Talið er að Apple sé nú að semja við netkortaframleiðandann Broadcom um framleiðslu á netkortum sem styðja þráðlausa dreifingu eftir IEEE 802.11ac staðlinum, og gengur í daglegu tali undir nafninu 5G Wi-Fi.

Með 5G Wi-Fi mun flutningsgetan á þráðlausum staðarnetum aukast gífurlega, en hámarkshraði á 802.11n beinum (e. router) í dag er 450Mbps. Áætluð flutningsgeta 5G Wi-Fi er talin vera 1,3Gbps.

Þriðjungur jarðarbúa hefur aðgang að nettengingu, sem þýðir að um það bil 2,3 milljarðar jarðarbúa hafa aðgang að interneti. Margur spyr sig því, hversu mikið af gögnum eru send yfir internetið á hverjum degi?

172 milljón manns kíkja á Facebook, 294 milljarðar tölvupósta eru sendir og 2 milljón bloggfærslur eru skrifaðar.

Fyrirtækið MBA Online tók saman skýringarmyndina fyrir neðan, sem sýnir með skemmtilegum hætti hvernig einn dagur er á internetinu.

Airport ExtremeATHUGIÐ: Þessi leiðarvísir er frá 2011, en útgáfa af leiðarvísinum fyrir nýrri gerðir af Airport Utility var birtur árið 2013. Þann leiðarvísi má sjá með því að smella hér.

Ef þú færð internetið um ljósleiðarann frá Gagnaveitu Reykjavíkur og átt Airport Extreme eða Time Capsule frá Apple, þá þarftu ekki lengur að borga leigugjald fyrir beininn (e. router) sem þú fékkst frá þjónustaðila þínum (gjaldið er yfirleitt u.þ.b. 500 kr./mán.) heldur einfaldlega tengt tækið beint við ljósleiðaraboxið og notað sem beini. Leiðbeiningar að neðan.

Download YouTube as mp4„Download YouTube Videos as MP4“ er mjög einföld viðbót fyrir alla helstu vafra. Með viðbótinni þá bætist lítill „download“ linkur hægra megin við „Share“ á öllum YouTube myndböndum sem maður horfir á, sem getur einfaldað manni lífið til muna, einkum ef maður er að horfa á sömu myndböndin aftur og aftur. Með þessu móti er hægt að spara dýrmæta bandvídd með því að hala myndbandinu einfaldlega niður á tölvuna, og spila það svo aftur beint af tölvunni í staðinn fyrir að fara á YouTube.

Með tilkomu ljósleiðara þá fær notandi margfalt hraðari internettengingu miðað við ADSL tengingar yfir koparinn, þar sem farið er úr „allt að“ 12-16Mbit/s yfir í „allt að“ 100 Mbit/s.

Einn mikill kostur við ljósleiðara er líka sá að það er sami hraði á tengingu hvort sem verið er að hala niður efni eða senda það frá sér, þ.e. allt að 100Mbit/s í báðar áttir, á meðan upphalshraði á ADSL tengingum takmarkast við 0.8-1.0 Mbit/s eftir því sem ég best veit.

Athugið! Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 50Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 6.25 MB/s.

Að neðan eru helstu internetþjónusturnar bornar saman sem bjóða upp á internet yfir ljósleiðara.

Athugið að í eftirfarandi samanburði var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er ótalið gjald til Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2.410 kr./mán. eða 1.210 kr./mán fyrir net án heimasíma hjá Símanum.