fbpx

XBMC Frodo - Bakgrunnur

XBMC 12.0 (eða XBMC Frodo) kom út fyrir rúmum mánuði, sem hafði í för með sér ýmsar nýjungar, t.d. betri AirPlay stuðning (hvort sem forritið er uppsett á t.d. Windows, Mac eða Apple TV), stuðning fyrir HD hljóð og margt fleira.

Þeir sem hafa ekki enn sett upp forritið í Apple TV geta gert það með því að fylgja eftirfarandi leiðarvísi:

[pl_label type=“info“]Ath[/pl_label] Einungis er hægt að setja upp XBMC á Apple TV ef búið er að framkvæma jailbreak á viðkomandi spilara.

Skref 1:
Tengdu Apple TV spilarann við sjónvarpið þitt. Gakktu úr skugga um að það sé tengt á sama staðarnet (Wi-Fi) og tölvan sem þú notar fyrir uppsetninguna.

Skref 2:
Nú skaltu tengjast Apple TV spilaranum með SSH. Ef þú ert á Mac tölvu þá nægir að fara í Spotlight og slá inn Terminal, og síðan slærðu inn eftirfarandi skipun til að tengjast:

ssh root@apple-tv.local

Á Windows þá þarftu að ná í lítið forrit sem heitir PuTTY (nærð í það hér) og gera það.

[pl_badge type=“warning“]Athugið[/pl_badge] Windows Vista eða Windows 7 þurfa enn fremur að hægri-smella á forritið og velja „Run As Administrator“.

Á PuTTy skaltu slá inn „apple-tv.local“ (án gæsalappa) í Host Name, og passa að Connection type í línunni fyrir neðan sé SSH. Þegar þú tengist þá skaltu slá inn notandanafnið root og lykilorðið alpine.

Nú þarftu að slá inn lykilorð, sem er „alpine“ (án gæsalappa).

Skref 3:
Þegar þú ert kominn inn í AppleTV-ið, þá skaltu slá inn eftirfarandi skipanir, án t.d. „1)“ í fyrstu línunni o.s.frv.). Sláðu inn eina línu í einu og ýttu á Enter á milli.

 

1) apt-get install wget
2) wget -O- http://apt.awkwardtv.org/awkwardtv.pub | apt-key add –
3) echo “deb http://apt.awkwardtv.org/ stable main” > /etc/apt/sources.list.d/awkwardtv.list
4) echo “deb http://mirrors.xbmc.org/apt/atv2 ./” > /etc/apt/sources.list.d/xbmc.list
5) apt-get update
6) mkdir -p /Applications/AppleTV.app/Appliances
7) apt-get install org.xbmc.xbmc-atv2
8) mkdir -p /Applications/XBMC.frappliance
9) reboot

Skref 4:
Búið. Nú ætti XBMC að vera uppsett á Apple TV spilaranum þínum.

 

Algeng vandamál (og lausnir)

XBMC lokast eftir örfáar mínútur af spilun
Ástæðan er sú að Apple TV spilarinn er að hafa samband við vefþjón Apple og lokar þá XBMC forritinu. Almennt nægir að hafa UpdateBeGone sem er settur inn á Apple TV skv. leiðbeiningunum að ofan, en ef það nægir ekki þá er pottþétt lausn hér að neðan:

1. SSH-a inn á Apple TV-ið (sjá skref 2 að ofan)
2. Sláðu inn

cp /etc/hosts /etc/hosts.bak

3. Sláðu nú inn eftirfarandi, eina línu í einu:

echo „127.0.0.1 appldnld.apple.com“ >> /etc/hosts

echo „127.0.0.1 mesu.apple.com“ >> /etc/hosts

echo „127.0.0.1 appldnld.apple.com.edgesuite.net“ >> /etc/hosts

4. Nú ættirðu að geta notað XBMC vandræðalaust.

Avatar photo
Author

6 Comments

    • Nei því miður ekki. Lágmarkskröfur XBMC Frodo eru Mac OS X 10.6, en fyrsta kynslóðar Apple TV byggir á Mac OS X 10.4

    • Þá dugar að tengjast með SSH, og slá inn skipanirnar
      „apt-get update“ og
      „apt-get install org.xbmc.xbmc-atv2“

  1. Ég er í vandræðum með að setja þetta upp í windows tölvu

Write A Comment