fbpx

Súkkulaðikaka

Oft langar mann í eitthvað sætt með kaffinu en lendir þá í þeirri hvimleiðu stöðu að nákvæmlega ekkert gúmmelaði er til uppi í skáp.

Einhver úrræðagóður netverji leysti úr því einn góðan veðurdag með því að henda í eina brownie sem tekur ekki nema þrjár mínútur að gera (þrjár mínútur er kannski ýkjur en við lofum að þú verðir byrjaður að neyta kökunnar innan fimm mínútna frá því þú hefst handa við gerð hennar ef þú átt öll innihaldsefnin).

Súkkulaðikakan er gerð með einn í huga (kannski tvo neyslugranna), og er bökuð í örbylgjuofninum, þannig að ekki er þörf á að kveikja á ofninum, gera kökuna og bíða þangað til ofninn er orðinn nógu heitur.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig maður gerir kökuna:

Drykkjarkönnu-Brownie

Hér má svo sjá uppskriftina eftir að búið er að færa hana yfir í metrakerfið:

Innihaldsefni
50g sykur
50g hveiti
2 msk kakó
ein skvetta af salti
2 msk ólífuolía (eða hver sú matarolía sem til er á heimilinu)
3 msk vatn
rjómaís (valkvætt)

Leiðbeiningar:
Skref 1: Settu sykur + hveiti + kakó + salt í drykkjarkönnuna.
Skref 2: Settu ólífuolíu (eða matarolía) + vatn í drykkjakönnuna
Skref 3 : Settu drykkjarkönnuna í örbylgjuofninn og stilltu á 1 mínútu og 40 sekúndur.
Skref 4: Njótið.

Avatar photo
Author

1 Comment

  1. Engin egg og engin mjólk…Mjog gott fyrir ofnæmisdreng í Edinborg! Mmmmmm
    Ibba og Agnar

Write A Comment