fbpx

20130328-202835.jpg

Leiðarvísir síðunnar um hvernig maður notar Netflix á Íslandi hefur notið mikilla vinsælda frá því hann var fyrst birtur í maí 2011.

Við Íslendingar njótum Netflix með hjálp þjónustunnar PlaymoTV, sem kostar $4.99 á mánuði. Fyrir mánaðargjaldið getur maður ekki einungis horft á Netflix og Hulu, því PlaymoTV veitir einnig stuðning fyrir fjölmargar þjónustur til viðbótar. Hér fyrir neðan ætlum við að nefna þjónustur sem eru með sérstök iPad forrit sem gera manni kleift að horfa á kvikmyndir, þætti eða hlusta á tónlist í þar til gerðum forritum.

Mörg þessara forrita eru ekki fáanleg í íslensku App Store búðinni, þannig að þú þarft eflaust að búa til amerískan App Store reikning til að sækja forritin.

 

Ath! Forritin virka líka á iPhone nema annað sé tekið fram, en síminn er vitanlega ekki jafn heppilegur fyrir áhorf myndefnis og iPad.

 

Ókeypis þjónustur

NBC LogoNBC

Sjónvarpsstöðin NBC er með iPad forrit sem gerir notendum kleift að fylgjast með þáttum sem sýndir eru á sjónvarpsstöðinni, með fáeinum auglýsingum. Við ritun þessarar greinar þá var NBC forritið notað á Sigur Rós leika í Late Night with Jimmy Fallon (og Íslandshjartað sló aðeins örar en venjulega).

Sækja NBC forritið í App Store

 

ABC Player LogoABC

Ekki ósvipað NBC forritinu, nema auðvitað önnur sjónvarpsstöð og þar af leiðandi annað myndefni.

Sækja ABC forritið í App Store

 

PBS LogoPBS

RÚV þeirra Bandaríkjamanna, PBS eða Public Broadcasting Service, er sjónvarpsstöð sem rekin er af bandaríska ríkinu. Á stöðinni má finna þætti eins og fréttaskýringaþáttinn Frontline, Sesame Street,

Sækja PBS forritið í App Store (virkar ekki á iPhone)

 

Crackle logoCrackle

Þjónusta í eigu Sony, en þar má finna nokkuð úrval af kvikmyndum og þáttum sem hægt er að horfa á notendum að kostnaðarlausu. Meðal efnis sem hægt er að finna á Crackle nákvæmlega núna eru nokkrir Seinfeld þættir, spennuþættirnir Chosen (framleiddir af Crackle, sjá stiklu úr þáttunum hér) og Sci-Fi kvikmyndin Gattaca.

Sækja Crackle forritið í App Store

 

Pandora logoPandora

Áttatíu þúsund listamenn, átta hundruð þúsund lög. Maður slær inn listamann sem manni líkar við, og forritið býr til útvarpsstöð sem miðar við tónlistarmann, lag eða tónskáld. Allir ættu því að geta búið til útvarpsstöð sér við hæfi.

Ókeypis eða $3.99 ef maður vill vera laus við auglýsingar og hlusta á tónlist í meiri gæðum.

Sækja Pandora forritið í App Store

 

Áskriftarþjónustur

Netflix logoNetflix

Algjör no-brainer, þar sem að leiðarvísir síðunnar sýnir m.a. hvernig hægt er að nota tækið í iPad. Stærsta kvikmyndaleiga í heimi, sem er nú farin að framleiða eigið efni eins og greint var frá í þessari grein.

Sækja Netflix forritið í App Store (virkar líka á iPhone

 

Hulu Plus logoHulu Plus

Hulu Plus er meira fyrir þá sem vilja horfa á nýjustu þættina um leið og þeir detta á netið. Oftast er fyrirkomulagið að nýjasti þátturinn er inni á Hulu Plus, en ef þú missir úr viku þá þarftu að leita annað til að finna þann þátt.

Sækja Hulu Plus forritið í App Store

Spotify logoSpotify

Hægt er að nota sænska tónlistarþjónustuna Spotify á Íslandi. Forritið er mjög þægilegt, en mjög takmarkað nema notendur kaupi áskrift að þjónustunni. Án áskriftar er einungis hægt að hlusta á Spotify Radio, og þá mælum við heldur með Pandora að ofan.

Áskriftarþjónustan hljóðar þannig að notendur geta hlustað á yfir 20 milljón lög úr lagasafni Spotify, búið til lagalista og vistað lög á tækjum sínum svo hægt sé að spila þau óháð nettengingu.

Sækja Spotify forritið í App Store

Avatar photo
Author

6 Comments

  1. Ég er búin að sækja abc appið í appstore.. Er með usa account og horfi a netflixið eins og vindurinn… En samt þegar ég er búin að velja þátt .. Þá byrjar hann að „loadast“ og svo slökknar á appinu… Er eitthvað sem ég á eftir að gera???

    • Það virðist vera einhver villa í nýjustu útgáfunni af ABC forritinu. Við prófuðum ABC forritið á tveimur iPad spjaldtölvum.

      Á þeirri fyrri var nýjasta útgáfa forritsins, og þá lentum við í því sama og þú. Á hinum iPadinum var ekki búið að uppfæra ABC Player í nýjustu útgáfu, og allt virkaði vel.

      Ef umsagnir fyrir forritið eru skoðaðar í App Store þá sést að fleiri hafa sömu sögu að segja, þannig að það hlýtur að koma uppfærsla innan tíðar sem lagar þetta.

  2. Jakob Viðar Sævarsson Reply

    Get ekki fengið ABC forritið til að virka. Það biður alltaf um staðsetningu.

  3. Get ekki fengið Crackle til að virka á ipadinum. Er einhver leið til þess?
    Netflix virkar vel

    • Nýjasta útgáfan af Crackle forritinu virkar ekki eins og er en vonandi verður bætt úr því fyrr en síðar.

  4. Hvernig get ég nýtt mér abc forritið, það kemur alltaf að ég sé ekki innan rétt svæðis. Hvað get ég gert til að horfa?

Write A Comment