fbpx

iSteve

Grínveitan Funny or Die hefur sent frá sér kvikmyndina iSteve, sem fjallar um forstjórann og frumkvöðulinn Steve Jobs á léttúðlegum nótum.

Útgáfu myndarinnar seinkaði um tvo daga, en upphaflegur útgáfudagur var 15. apríl eins og greint var frá hér á Einstein.is.

Kvikmyndin er 78 mínútur að lengd, og með aðalhlutverk myndarinnar fara Justin Long, Jorge Garcia og Michaela Watkins. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar er Ryan Perez.

Hægt er að horfa á myndina með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment