fbpx

Undanfarna daga hefur lögbannið á torrent-síðurnar Deildu og The Pirate Bay verið mikið rætt, og umræðan að nokkru leyti tengd við nethlutleysi (e. net neutrality) sem er mikið hitamál í Bandaríkjunum. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði fyrr í vikunni að internetið væri grunnþjónusta, eins og tæknibloggið Símon.is greindi frá.

Það er eðlilegt að margir spyrji sig hvað átt sé við með hugtakinu nethlutleysi. Skopmyndavefurinn The Oatmeal brást við Twitter færslu öldungadeildarþingmannsins Ted Cruz (sem er repúblíkani) er hann líkti Net Neutrality við Obamacare og gerði þessa ágætu myndafærslu um nethlutleysi sem má jafna við skýringarmynd.

Nethlutleysi - The Oatmeal

Write A Comment