fbpx

Vefsíða vikunnar - Files over Miles

Stundum er maður í þeirri stöðu að vilja senda vini eða ættingja einhverja skrá, sem er ýmist of stór fyrir tölvupóst, eða þá að forðast að senda skrána í gegnum vefþjóna samskiptaforrita þannig að niðurhal skrárinnar teljist sem erlent niðurhal.

Vefsíðan Files Over Miles kveðst vera með lausn á þessu, en vefurinn gerir notendum kleift senda skrár á milli sín án þess að skráin fari um erlendan vefþjón.

Til þess að nota Files Over Miles þarf notandinn einungis að fara inn á síðuna og hlaða inn skránni sem hann vill senda. Vefurinn gefur manni sérstaka vefslóð sem gagnaðilinn slær inn til að sækja viðkomandi skrá. Sendandi má þó ekki loka vafranum sínum á meðan skráin er send til notandans, þannig að í framkvæmd er vefurinn bara nýtilegur þegar aðilar eru að ræða sín á milli í Facebook Chat, Google Chat eða einhverjum álíka miðli þar sem aðilar geta ekki hæglega sent skrár sín á milli.

Files Over Miles

Avatar photo
Author

Write A Comment