fbpx

Arrested Development - Sería 4

Fjórða sería gamanþáttanna Arrested Development er væntanleg á Netflix von bráðar, en aðdáendur þáttanna bíða eftir nýjustu seríunni með mikilli eftirvæntingu.

Þættirnir voru sýndir á Fox sjónvarpsstöðinni árin 2003-2006 og fengu mikið lof gagnrýnenda. Sjónvarpsstöðin ákvað þó að hætta framleiðslu þáttanna, þar sem áhorf þáttanna þótti ekki nægilegt, og vestanhafs hefur framleiðslu margverðlaunaðra sjónvarpsþátta oft verið hætt ef áhorfstölur gleðja ekki stjórnendur.

Arrested Development kemur á Netflix þann 26. maí næstkomandi, og líkt og tilfellið var með House Of Cards í febrúar, þá munu allir fimmtán þættirnir standa Netflix áskrifendum til boða á sama tíma.

Fyrir þá sem ekki vita hvað Netflix er, þá er það stærsta kvikmyndaleiga í heimi, og leyfir áskrifendum sínum að horfa á ótakmarkað magn myndefnis fyrir einungis átta dali á mánuði. Ef þú ert ekki með Netflix, þá mælum við eindregið með leiðarvísinum okkar (sjá hér).

Avatar photo
Author

Write A Comment