fbpx

Ashton Kutcher - Steve Jobs

Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Jobs, með Ashton Kutcher í aðalhlutverki, er komin á netið. Myndin átti upphaflega að vera gefin út 19. apríl, en frumsýningu myndarinnar var frestað um nokkra mánuði.

Myndin verður frumsýnd vestanhafs 16. ágúst næstkomandi. Vert er að geta þess að myndin er ekki byggð á ævisögu Steve Jobs sem Walter Isaacson ritaði, en Sony hefur tryggt sér kvikmyndaréttinni að bókinni, og Aaron Sorkin (handritshöfundur The Social Network) mun skrifa handritið að þeirri kvikmynd.

Avatar photo
Author

Write A Comment