fbpx

Dropbox

Ef þú ert einn af 200 milljón notendum Dropbox þá veistu eflaust að maður leggur ýmislegt á sig til að fá meira pláss (sjá t.d. þessa færslu ef þú vilt fá 1GB af pláss á nokkrum mínútum).

Dropbox keypti tölvupóstforritið Mailbox stuttu eftir að það kom á markað, og nú býður Dropbox hverjum þeim sem tengir Mailbox við Dropbox upp á 1GB aukalega af plássi án endurgjalds.

Með því að tengja Mailbox við Dropbox, þá verða viðhengi í póstinum þínum vistuð í Dropbox, sem auðveldar þér að opna þau síðar á tölvunni þinni (svo fremi sem Dropbox er uppsett á henni).

Eina sem þú þarft að gera til að fá aukið pláss er þetta:

  1. Náðu í Mailbox (ef þú hefur ekki gert það nú þegar).
  2. Tengdu það við Gmail reikninginn þintn.
  3. Farðu í Settings og smelltu á Dropbox. Ef Dropbox forritið er einnig uppsett á iOS tækinu þínu þá þarftu að veita Mailbox forritinu aðgang, en annars þarftu að innskrá þig á Dropbox.com og gera slíkt hið sama.

Avatar photo
Author

Write A Comment