fbpx

PlayStation 4

Frá því Sony kynnti PS4 leikjatölvuna í febrúar síðastliðnum þá hafa PlayStation notendur beðið spenntir eftir því hvenær tölvan myndi koma á markað, enda þótti það nokkuð rúmur tímarammi þegar Sony sagði að tölvan myndi koma á markað „fyrir jól“.

Á Gamescom tölvuleikjaráðstefnunni sem fram fer í Köln þá gerði Sony gott betur og tilkynnti að tölvan muni koma á markað þann 15. nóvembar í Bandaríkjunum og 29. nóvember í Evrópu. Tölvan mun kosta 349 pund í Bretlandi, sem gera tæpar 67.000 kónur.

Miðað við útreikninga hjá Nörd Norðursins þá má gera ráð fyrir að tölvan muni kosta 100 þúsund krónur hérlendis, a.m.k. til að byrja með.

Avatar photo
Author

Write A Comment