Google Street ViewGoogle Street View teymið er að mynda götur fleiri landa en á Íslandi. Um þessar mundir virðast bílar á vegum fyrirtækisins vera í Indónesíu, og verkefnið þar gengur ekki eins vel og hérlendis fyrr á árinu.

Í síðustu viku þá keyrði einn slíkur bíll á aðra bifreið og flúði af vettvangi. Starfsmaðurinn, sem var staddur í Jakarta, höfuðborg Indónesíu, óttaðist viðgerðarkostnaðinn sem myndi hljótast af árekstrinum, ákvað að freista gæfunnar og ók á brott.

Google bifreiðin eftir ákeyrsluna

Sögunni lýkur ekki þar, því starfsmaðurinn ók á tveir bifreiðar til viðbótar þegar hann reyndi að flýja af vettvangi, og hafði því keyrt á þrjár bifreiðar þegar rúntinum lauk.

Author

Write A Comment