iOS 7, nýjasta stýrikerfið fyrir iPhone, iPad og iPod touch, kemur líkast til út í dag kl. 17:00 að íslenskum tíma.
Stýrikerfið markar tímamót hjá fyrirtækinu, kemur með gjörbreyttu viðmóti og ýmsum nýjungum.
Ástæðan fyrir þessari tímasetningu er að þá er kl. 10:00 í Cupertino í Kaliforníu þar sem höfuðstöðvar Apple eru staðsettar, og svo virðist sem að hefð hafi myndast í fyrirtækinu um að gefa út stýrikerfisuppfærslur kl. 10:00 á „Cupertino tíma“.
Svo hér fyrir neðan birtum við að gamni litla GIF mynd sem vefurinn GadgetLove bjó til sem sýnir muninn á viðmótinu í iOS 6 og iOS 7 með einföldum og léttum hætti. Þar má annars vegar sjá Scott Forstall og iOS 6 og hins vegar Jony Ive og iOS 7, en sá fyrrnefndi var yfirmaður iOS deildarinnar hjá Apple þar til í fyrra. Ástæðan fyrir brotthvarfi Forstall er talið vera Apple Maps sem hefur ekki notið vinsælda meðal iOS notenda.