fbpx

FaceTime Audio

Einn af minni nýjungum iOS 7 stýrikerfisins frá Apple er FaceTime Audio, sem gerir notendum kleift að hringja í aðra iOS 7 notendur frítt yfir Wi-Fi eða farnet, svo fremi sem viðtakandinn á iPhone, iPad eða iPod Touch með iOS 7.

FaceTime Audio er ekki mikil nýjung fyrir þá sem nota Skype, Viber eða önnur álíka forrit mikið, en okkur þykir samt ástæða til fjalla sérestaklega um þennan eiginleika í iOS 7, sem virðist hafa farið fram hjá öllum.

Sumir höfðu efasemdir um iMessage þegar þjónustan var kynnt til sögunnar fyrir rúmum tveimur árum, en það hefur haft gífurleg áhrif, vegna þess að möguleikinn er innbyggður í SMS forrit símans (og skilaboðaforritið á iPad og iPod touch). Það sama má segja um FaceTime Audio, en notendur geta þá hringt í viðmælendur sína gjaldfrjálst óháð því hvaða símkerfi þeir eru hjá.

Loks eru hljóðgæðin í FaceTime hljóðsímtölum mun meiri en hefðbundnum símtölum yfir farsímakerfið, og við höfum raunar heyrt af einstaklingum sem hringja nánast eingöngu sín á milli yfir FaceTime.

Ef þú ert með iOS 7 og FaceTime uppsett á iOS tækinu þínu, þá mælum við eindregið með því að þú prófir að hringja FaceTime hljóðsímtal í maka, ættingja, vin eða vinnufélaga og heyra muninn. :

Avatar photo
Author

Write A Comment