fbpx

Einkatölvur frá Apple hafa alla tíð spilað hljóð þegar tölvan er ræst. Sumum finnst þetta hljóð vera yndisauki, góð byrjun á vinnudegi, á meðan aðrir líta á hljóðið sem hinn versta hávaða. Hægt er að stjórna því hvort hljóðið spilist hverju sinni með því að slökkva á hljóði tölvunnar í valslánni (e. menubar) eða með Volume tökkunum á lyklaborðinu (F10 og F11). Þú getur einnig tekið þetta á næsta stig og slökkt alfarið á hljóðinu með smá fikti í Terminal forritinu, sem fylgir öllum Mac tölvum. Ef þú vilt gera það, þá skaltu fylgja þessum litla leiðarvísi:

Skref 1

Opnaðu Terminal forritið. Þú finnur það með því að fara í Applications möppua og svo Utilities

Skref 2

Í Terminal forritinu skaltu slá inn eftirfarandi skipun:

sudo nvram SystemAudioVolume=%80

Skref 3

Þegar þú slærð þessa skipun inn þá ertu beðin/n um að slá inn lykilorðið á tölvunni þinni. Athugaðu að þú munt ekki sjá neinar stjörnur (*) birtast á skjánum þegar þú slærð inn lykilorðið, eins og hefð er fyrir á flestum vefsíðum, þannig að sláðu inn lykilorðið hægt og rólega.

Skref 4

Prófaðu að endurræsa tölvuna. Ef þú gerðir allt rétt, þá ætti ekkert hljóð að heyrast.

Setja hljóðið aftur á

Ef þú vilt virkja hljóðið á ný, þá skaltu bara fylgja leiðarvísinum að ofan, nema að í skrefi 2 skaltu slá inn þessa skipun:

sudo nvram -d SystemAudioVolume

Write A Comment