fbpx

Amazon er ekki beinlínis þekkt fyrir að gera bestu raftækin í bransanum, að undanskildum Kindle lesbrettunum sem njóta mikilla vinsælda. Amazon Fire síminn var t.a.m. algjört flopp í sumar, sala símans var langt undir væntingum, sem leiddi til þess hann lækkaði smám saman í verði úr $649 niður í $199 (og það þótt ár af Amazon Prime fylgi).

Amazon Fire TV er aftur á móti fínn margmiðlunarspilari, með öflugasta vélbúnaðinn á markaðnum í dag og styður allar helstu streymiveiturnar eins og Netflix og Hulu Plus. Því til viðbótar er hægt að setja upp margmiðlunarforritið XBMC (sem heitir Kodi í dag) á tækjunum með smá fikti, og þá geturðu hæglega spilað efni af heimilistölvunni, nettengdum flökkurum og jafnvel efni utan heimilisins með réttri uppsetningu.

Í þessum leiðarvísi ætlum við að sýna hvernig þú setur upp XBMC á Amazon Fire TV.

Skref 1

Byrjaðu á því að fara í Settings > System > Developer Options. Þar skaltu breyta gildunum á ADB Debugging og Apps from Unknown Sources þannig að þau séu stillt á ON

Amazon Fire TV - XBMC - Skref 1

Skref 2

Farðu nú í Settings > System > About > Network og punktaðu niður það sem stendur í IP address (er eflaust 192.168.1.x eða 10.0.1.x) .

Skref 3

Farðu í leitina efst á heimaskjá og finndu ikono TV. Þetta forrit sækirðu svo þú komist auðveldlega í XBMC úr heimaskjánum, því annars er ferðalagið í forritið nokkuð langt.

Amazon Fire TV - ikono TV

Skref 4

Skiptu yfir á tölvuna, farðu nú á http://www.jocala.com/adbfire.html og sæktu adbFire fyrir stýrikerfið þitt.

Skref 5

Farðu einnig á http://kodi.tv/download/ og sæktu ARM útgáfuna af Android Kodi/XBMC.

Amazon Fire TV - XBMC ARM

Skref 6

Opnaðu nú adbFire, og sláðu inn IP töluna úr skrefi 2 í reitinn Device Address. Þú sérð að þú hefur náð tengingu við tækið neðst í hægra horninu, en þar stendur væntanlega Device connected.

Skref 7

Smelltu á Install APK í adbFire, og veldu XBMC/Kodi skrána sem þú sóttir frá kodi.tv í skrefi 5.

Amazon Fire TV - Install APK

Skref 8

Eftir að Installed hefur birst í adbFire, þá skaltu skipta yfir í Fire TV-ið, fara þar í Settings > Applications > Manage All Installed Applications og velja þar XBMC og opnaðu forritið.

 

Nú. Ef þú sættir þig við þetta ferðalag til að komast í XBMC, þá þarftu ekki að lesa meira, en ef þú vilt fá XBMC á heimaskjáinn, þá skaltu lesa áfram.

Skref 9

Farðu í adbFire, og smelltu á Llama Options. Þá sérðu þessa valkosti

Amazon Fire TV - Llama options

Þarna skaltu velja install Llama, Link Kodi to ikonoTV og Replace iKonoTV icon with XBMC icon (þannig að það líti út eins og á myndinni hér fyrir neðan). Smelltu svo á OK.

Amazon Fire TV - XBMC - Llama

Amazon Fire TV - Llama Installed

Skref 10

Skiptu yfir á Fire TV tækið, farðu í Settings > Applications > Manage All Installed Applications, veldu Llama og opnaðu forritið.

Amazon Fire TV - XMBC Installed

Þegar forritið hefur opnast skaltu smella á stillingartakkann á Fire TV fjarstýringunni (mynd af þremur línum). Síðan skaltu smella á Import/Export Data, Import from USB storage þótt enginn USB minnislykill sé tengdur, og smella á OK til að skipta út merkinu á ikonoTV fyrir XBMC myndmerkið.

Skref 11

Nú ættirðu að sjá XBMC merkið á forsíðunni. Allt búið.

Write A Comment