fbpx

Allir nemendur og starfsmenn Háskóla Íslands (HÍ), um 17 þúsund manns, munu fá ókeypis aðgang að nokkrum vinsælustu forritunum frá Microsoft, s.s. Word, Excel, PowerPoint og OneNote. Þetta felst í samkomulagi sem Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ) hefur gert við Microsoft á Íslandi.

Samkomulagið felur einnig í sér aðgang að OneDrive, skýþjónustu Microsoft. Samkeppni meðal skýþjónusta er hörð, og fyrir á markaðnum eru aðilar eins og Dropbox, Google Drive auk þess sem iCloud Drive bættist nýlega við flópruna. OneDrive auðveldar notendum að nálgast gögn hvar sem er og auðveldar deilingu skjala eða mappa til annarra notanda.

Á vef Reiknistofu Háskóla Íslands má sjá leiðbeiningar um hvernig hægt er að nálgast þennan vinsæla hugbúnaðarpakka.

Write A Comment