fbpx

Samanburðargrein okkar á ljósleiðaratengingum frá því 2011 hefur verið er mikið lesin frá því hún var birt, og því höfum við ákveðið að gera nýjan verðsamanburð á ljósnets- og ljósleiðaratengingum fyrir alla Íslendinga nær og fjær.

Fyrst ber að nefna muninn á ljósneti og ljósleiðara, en varðandi það vísum við í greinina hér að neðan. Í stuttu máli er munurinn sá að ljósnet býður upp á allt að 50 Mb/s hraða á meðan hægt er að fá allt að 400 Mb/s tengingar yfir ljósleiðara hjá völdum þjónustuaðilum.

Sjá einnig: Hver er munurinn á ljósneti og ljósleiðara?

Í eftirfarandi töflu má sjá verðsamanburð internetþjónusta á Íslandi sem bjóða upp á internet yfir ljósnet og ljósleiðara.

Ath! Við þennan samanburð var eingöngu miðað við að eingöngu internetþjónustan sé keypt hjá þjónustuaðila, en ekki einhver blanda af interneti síma (heima- eða farsíma) og sjónvarpi. Inni í þessum útreikningum er því ótalið línugjald til fjarskiptafyrirtækis eða Tengis/Mílu/Gagnaveitu Reykjavíkur sem er 2000-3000 kr./mán.

Hraði á internettengingum er mældur í Megabitum (Mbit eða Mb) en ekki Megabætum (MB). 8 Mbit = 1 MB, þannig að þegar auglýst er að internetáskrift bjóði upp á 100Mbit/s þá þýðir það að hámarkshraði á niðurhali er í raun 12.5 MB/s.

Þjónustuleiðir hérlendis eru miðaðar eftir eftir erlendu gagnamagni (nokkuð sem þekkist ekki erlendis) eða öllu gagnamagni. Íslenskir neytendur eru því orðnir vanir því að gera bera saman internetpakka fyrirtækja út frá því, og það verður gert í þessari samanburðargrein.

 

 

Athugasemdir við töflu

Taflan að ofan er eins einföld og við gátum haft hana. Samt sem áður þarf að gera fjölmargar athugasemdir við hana, vegna þess að þjónustuleiðir fyrirtækjanna eru sjaldan alveg sambærilegar. Þetta eru helstu athugasemdirnar sem hafa ber í huga.

  1. Hringdu: Fyrsta fyrirtækið í töflunni. Eins og sést á töflunni þá er hægt að fá ótakmarkað niðurhal hjá fyrirtækinu frá 5.999 kr./mán. Hringdu breytir aðeins nálgun sinni, og býður upp á þrjá hraðapakka fyrir þá sem vilja ótakmarkað niðurhal, þ.e. 50 Mb/s á 5.999 kr. – 75 Mb/s á 6.999 og 100 Mb/s á 7.999 kr.
  2. Hringiðan: Pakkarnir þeirra miðast líka að vissu leyti við hraða, því þeir bjóða upp á 40Mb tengingu ef maður tekur 40 GB gagnapakka, 80 Mb fyrir 80 GB, og 100 Mb fyrir ótakmarkað niðurhal. Hringiðan býður einnig upp á 200Mb/200GB tengingu sem kostar 11.990 kr. og 400 Mb/400GB tengingu sem kostar 17.990 kr. Með síðarnefndu tengingunni er niðurhalshraðinn kominn upp í 50MB/s, þannig að þú værir rúma mínútu að hala niður kvikmynd í háskerpu.
  3. Síminn: Mælir alla umferð, bæði upphal og niðurhal (nokkuð sem er mikilvægt að taka með í reikninginn ef þú notar t.d. OZ eða Sarpinn mikið svo dæmi séu tekin). Þá er vert að taka fram að Síminn býður upp á tengingar yfir ljósleiðara á völdum svæðum (þ.e. 100/100 Mbit GPON tengingar) auk ljósnetstenginga (50/25 Mbit tenginga), en eru á sama verði og undir Ljósnets-vörumerkinu.
  4. 365 Miðlar: Líkt og Síminn þá mælir 365 alla umferð. Markaðssetning 365 er einnig heldur ruglingsleg, því fyrirtækið talar um að „lifa í núllinu“ en auglýsir svo að frítt internet, heimasími og GSM fylgi með skemmtipakkanum, þannig að neytendur fái jafnvel á tilfinninguna að pakkinn fylgi einungis með ef þeir kaupi skemmtipakkann. Við rákum einnig augun í ansi leiðinleg gjöld sem letja neytendur frá því að hætta við þjónustuna ef þeir eru óánægðir með hana, t.d. 12.000 kr. uppsetningargjald ef notandi segir upp áskrift sinni innan 3 mánaða, og 6.000 kr. útgöngugjald ef uppsögn á sér stað innan 6 mánaða. Það þýðir að ef notandi er því óánægður eftir mánuð hjá 365, þá þarf hann að reiða af hendi 18.000 krónur. 365 býður einnig upp á 200 Mb/s tengingar á völdum svæðum sem kostar 2.954 kr./mán. (fyrir 20 GB niðurhal) og 400 Mb á 4.930 kr./mán.

Samantekt á pökkum

Allar ljósleiðaratengingar eru 100/100 Mbit/s nema annað sé tekið fram, og ljósnet 50/25 Mb/s (þ.e. niðurhals-/upphalshraði).

10 – 20 GB niðurhal

Ljósleiðari
Hringdu – 10 GB: 3.190 kr.
Símafélagið – 1 GB: 1.900 kr.
Símafélagið – 10 GB: 2.900 kr.
365 – 20 GB: 0 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

Ljósnet
Hringdu – 10 GB ljósnet: 3.7.40 kr.
Símafélagið – 1 GB ljósnet – 2.900 kr.
Símafélagið – 10 GB ljósnet – 3.900 kr.
Síminn – 5GB: 3.744 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
Síminn – 15 GB – 4.139 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
365 – 20 GB: 0 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

40 – 50 GB niðurhal

Ljósleiðari
Hringdu – 50 GB : 3.690 kr.
Hringiðan – 40 GB (40 Mb/s): 3.990 kr.
Símafélagið – 50 GB: 3.900 kr.
Vodafone – 50 GB: 3.893 kr.

 

Ljósnet
Hringdu – 50 GB: 5.190 kr.
Hringiðan – 40 GB: 4.990 kr.
Símafélagið – 50 GB ljósnet – 4.900 kr.
Vodafone – 50 GB: 5.385 kr.

 

80 – 120 GB niðurhal

Ljósleiðari
Hringdu – 100 GB ljósleiðari: 4.790 kr.
Hringiðan – 80 GB (80 Mb/s): 4.990 kr.
Hringiðan – 100 GB (100 Mb/s): 5.990 kr.
Símafélagið – 100 GB: 4.900 kr.
Vodafone – 100 GB: 4.980 kr.

Ljósnet
Hringdu – ótakmarkað: 7.399 kr.
Hringiðan – 80 GB: 5.990 kr.
Hringiðan – 120 GB (50-100 Mb/s hraði niður, 25 Mb/s upp): 6.990 kr.
Símafélagið – 100 GB ljósnet: 5.900 kr.
Síminn – 75 GB – 5.325 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
Vodafone – 100 GB: 6.472 kr.

 

150 – 200 GB niðurhal

Ljósleiðari
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (50 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (75 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (100 Mb/s): 7.999 kr.
Hringiðan – 200 GB: 7.490 kr.
Hringiðan – 200 GB (200 Mb/s): 11.990 kr.
Símafélagið – 150 GB: 5.900 kr.
Vodafone – 150 GB: 6.076 kr.
365 – 170 GB: 1.990 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

Ljósnet
Hringdu – ótakmarkað niðurhal: 7.399 kr.
Hringiðan – 200 GB (50-100 Mb/s hraði niður, 25 Mb/s upp): 7.990 kr.
Símafélagið – 150 GB ljósnet – 6.900 kr.
Síminn – 150 GB – 6.313 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
Vodafone – 150 GB: 7.568 kr.
365 – 170 GB: 1.990 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

250 – 400 GB niðurhal

Ljósleiðari
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (50 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (75 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (100 Mb/s): 7.999 kr.
Hringiðan – 400 GB (400 Mb/s): 17.990 kr.
Símafélagið – 250 GB: 6.900 kr.
Vodafone – 250 GB: 7.529 kr.
365 – 320 GB: 3.980 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

Ljósnet
Hringdu – ótakmarkað niðurhal: 7.399 kr.
Símafélagið – 250 GB ljósnet – 7.900 kr.
Síminn – 300 GB – 7.400 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
Vodafone – 250 GB: 9.021 kr.
365 – 320 GB: 3.980 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

500 – 620 GB niðurhal

Ljósleiðari
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (50 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (75 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (100 Mb/s): 7.999 kr.
Símafélagið – 500 GB: 8.900 kr.
Vodafone – 500 GB: 8.942 kr.
365 – 620 GB: 5.970 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

Ljósnet
Hringdu – ótakmarkað niðurhal: 7.399 kr.
Símafélagið – 500 GB ljósnet – 9.900 kr.
Síminn – 600 GB – 8.882 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
Vodafone – 500 GB: 10.473 kr.
365 – 620 GB: 5.970 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

920 – 1536 GB (1,5 TB) niðurhal

Ljósleiðari
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (50 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (75 Mb/s): 5.999 kr.
Hringdu – ótakmarkað niðurhal (100 Mb/s): 7.999 kr.
Símafélagið – 1000 GB: 10.900 kr.
Vodafone – 1000 GB: 11.017 kr.
365 – 920 GB: 7.960 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
365 – 1520 GB: 9.950 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
365 – 2120 GB: 11.940 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

Ljósnet
Hringdu – ótakmarkað niðurhal: 7.399 kr.
Símafélagið – 1000 GB ljósnet – 11.900 kr.
Síminn – 1,5 TB (1536 GB): 11.846 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
Síminn – 3 TB: 14.810 kr.
Vodafone – 1000 GB: 12.548 kr.
365 – 920 GB: 7.960 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
365 – 1520 GB: 9.950 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)
365 – 2120 GB: 11.940 kr. (allt niðurhal/upphal mælt)

 

Annað

Ekki nota leigubeini (e. router) frá fjarskiptafyrirtæki

Þetta getur reyndar verið erfitt ef þú ert með ljósnet, en við mælum eindregið með því að þeir sem eru með ljósleiðaratengingu kaupi sér frekar sinn eigin beini og noti á heimilinu. Gæðin á beinum sem fyrirtækin leigja viðskiptavinum eru misjöfn, og svo er það mun meiri fyrirhöfn fyrir þig að skipta um þjónustuaðila síðar ef þú þarft að skila beini, og fá annan hjá nýjum þjónustuaðila.

Ekki nota netfang frá þjónustuaðila

Þótt fjarskiptafyrirtæki eru eflaust að bjóða viðskiptavinum sínum ókeypis netföng í góðri trú, þá er notkun þeirra til þess fallin að notendur skipta síður um þjónustuaðila. Ástæðan er einfaldlega sú að netfangið hefur hugsanlega fest sig í sessi hjá notanda, sem hann tengir við margar þjónustur o.fl.

Að lokum: Nokkur heilræði þegar þú leitar eftir aðstoð hjá þjónustuaðila

Ef þú lendir í vandræðum með internetið heima hjá þér þá skaltu alltaf gera eftirfarandi áður en þú hefur samband við þjónustuaðila.

  • Byrjaðu að endurræsa router, gagnaveitubox og tölvu/snjalltæki sem þú ert í vandræðum með. Gerðu það jafnvel tvisvar.
  • Kannaðu hvort tækið sem þú átt sé ekki örugglega nettengt (netstillingar á iOS tækjum og Apple TV þurrkast t.d. stundum út við uppfærslu).

Þegar þú hringir, byrjaðu á því að láta viðmælanda þinn fá kennitöluna þína, því annars verður „Allt í lagi, má ég fá kennitöluna þína?“ alltaf það fyrsta sem þú heyrir frá viðkomandi ásamt hugsanlegri endurtekningu á vandamálinu þínu. Síðan skaltu lýsa vandanum þínu og greina frá því að þú hafir endurræst bæði router, gagnaveitubox, myndlykil, tölvu o.s.frv. því það er oft fyrsta sem sérfræðingar í þjónustuveri mæla með að þú prófir.

Write A Comment