fbpx

Apple mun gefa út nýtt Apple TV í sumar á WWDC ráðstefnunni, sem fyrirtækið heldur ár hvert, ef marka má vefmiðla vestanhafs. Ný og betri útgáfa af þessu vinsæla margmiðlunartæki mun koma með Siri og App Store, sem eykur úrval forrita svo um munar.

App Store fyrir Apple TV eru miklar fréttir, því það þýðir að íslensk forrit eins og Sarpurinn og OZ gætu komið á Apple TV, og sparað mörgum Íslendingnum 20.000 krónur á ári sem er nú varið í leigu á háskerpumyndlykli frá fjarskiptafyrirtæki.

Apple TV - Tim Cook

Apple lækkaði nýverið verð á Apple TV niður í 69 dali, úr 99 dölum sem tækið kostar vestanhafs. Hvort sú aðgerð sé vísbending um að nýtt tæki sé á leiðinni skal ósagt látið, en önnur margmiðlunartæki eru nú komin á markaðinn sem eru ódýrari en Apple TV, eins og Chromecast og Amazon Fire TV stick.

Núverandi kynslóð af Apple TV kom á markað í mars 2012, og er því rétt rúmlega þriggja ára gamalt, og þykir löngu tímabært að ný kynslóð komi á markað.

Fyrirtækið mun einnig hugsanlega kynna streymiþjónustu, þar sem notendur geta horft á 20-30 sjónvarpsstöðvar í beinni útsendingu, en sú þjónusta mun kosta 30-40 dali á mánuði.

 

Avatar photo
Author

Write A Comment