Bandaríska kapalstöðin HBO ýtti streymiþjónustunni HBO NOW úr vör í síðustu viku. Margir Íslendingar hafa áhuga á þjónustunni, en stranda á því hvernig þeir geta orðið sér úti um áskrift. Við svörum kallinu, og birtum því hér leiðarvísi sem sýnir ferlið frá byrjun til enda.

Skref 1-2 – Láta HBO NOW halda að þú sért í Bandaríkjunum

Getur sleppt þessu ef þú hefur fylgt Netflix leiðarvísinum á Apple TV tækinu þínu sem þú ætlar að nota, og hoppað beint í skref 3.

Skref 1 – playmoTV reikningur

PlaymoTV er þjónustan sem gerir manni kleift að nota HBO NOW, Netflix og fleiri þjónustur eins og maður sé staddur í Bandaríkjunum, og er í nauðsynlegur hluti af ferlinu. Eftir að þú skráir þig sem notanda hjá PlaymoTV þá færðu tölvupóst til að staðfesta skráningu, og velur lykilorð hjá þjónustunni.

Farðu inn á http://playmo.tv og smelltu á Sign Me Up hnappinn. Sláðu inn netfangið þitt, en þá byrjar 7 prufutímabil þitt. Að því loknu geturðu keypt mánaðaráskrift á 5 dollara (sem endurnýjast sjálfkrafa) eða ársáskrift á 50 dollara.

Byrjaðu á því að fara inn á http://playmo.tv og smella á „Sign Me Up“ hnappinn hægra megin á skjánum (eins og á eftirfarandi mynd)

Playmo Signup

Skref 2 – DNS uppsetning á Apple TV og iOS

Nú skaltu setja stillingar inn fyrir Apple TV og/eða iOS tæki, því það er einungis hægt að skrá sig í HBO NOW á þessum tækjum að svo stöddu.

Apple TV
iOS tæki (iPad og iPhone)


Apple TV

Skref 2.1. Farðu í General > Network settings. Þar skaltu smella á Wi-Fi netið þitt ef þú tengist þráðlaust, en annars smella á Ethernet ef þú ert með snúrutengt net. Síðan skaltu fara niður í reitinn Configure DNS og smella á hann.

Skref 2.2. Í DNS stillingum skaltu slá inn eftirfarandi gildi:

DNS Server: 82.221.94.251

Skref 2.3. Ýttu nú á Done.

Skref 2.4. Smelltu nokkrum sinnum á Menu hnappinn á fjarstýringunni þinni þangað til þú kemur í General skjáinn. Þar skaltu skruna alveg niður og velja Restart.

Skref 2.5. Bíddu á meðan tækið endurræsir sig.

Skre 2.6 Til að virkja playmoTV reikninginn þinn, þá þarftu að fara á virkja þjónustuna í einhverri tölvu (sjá leiðbeiningar efst Windows eða Mac flipa) og fara á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk.

Skref 2.7. Til að fá Hulu Plus upp þá skaltu fara í Settings > General > iTunes Store. Þar skaltu smella á Location og velja United States.

iOS tæki

Skref 2.1: Nú skaltu fara í Settings > Wi-Fi og smella á bláa hringinn þar, sbr. eftirfarandi mynd:

Netflix á Íslandi iPad - iPhone - iOS

Skref 2.2 Í DHCP flipanum þar skaltu finna DNS reitinn, stroka út töluna sem er þar og slá inn eftirfarandi gildi nákvæmlega eins og þau eru skrifuð: 82.221.94.251, 109.74.12.20

Skref 2.3: Eftir að þú hefur slegið þetta inn þá skaltu fara til baka í Wi-Fi Network og slökkva á tækinu þínu.

Skref 2.4: Bíddu í 15-20 sekúndur og kveiktu svo aftur á iOS tækinu þínu. Mikilvægt: Til að virkja þjónustuna, þá þarftu að virkja þjónustuna í einhverri tölvu (sjá leiðbeiningar efst Windows eða Mac flipa) og fara á http://playmo.tv til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk. Ef þú sérð skilaboðin „This device is correctly linked to playmoTV“ þá ættirðu nú að geta notað HBO NOW.

Skref 5.5: Náðu í og opnaðu HBO NOW forritið, og skráðu þig inn. Ætti að virka eins og í sögu.

Skref 3-10 Nýskráning og áskrift hjá HBO NOW

Einungis er hægt að greiða fyrir HBO NOW áskrift að svo stöddu í gegnum bandarískan iTunes reikning, þannig að nú verður sýnt hvernig þú stofnar slíkan reikning, og hvar þú getur nálgast inneign.

 

Skref 3 – Bandarískur iTunes reikningur stofnaður

iTunes

Ef þú ert ekki með bandarískan iTunes reikning, þá þarftu að stofna einn slíka. Við höfum ritað slíkar leiðbeiningar hér á Einstein.is, bæði fyrir notendur sem eru á iOS tækjum, og einnig þá sem eru á hefðbundnum einkatölvum (þ.e. Windows og Mac, Linux notendur eru úti í kuldanum þar engin Linux útgáfa er til af iTunes).

Að gefnu tilefni er réttast að benda á að þegar þú fylgir leiðarvísinum að ofan þá er mjög mikilvægt að þú reynir að sækja ókeypis forrit í App Store, og stofnir bandarískan reikning í framhaldi af því, en opnit ekki iTunes og stofnir reikning beint.

Ég er ekki viss hvort ég sé með íslenskan eða amerískan iTunes reikning? Hvernig get ég komist að því?

Auðveldasta leiðin til þess er með því að fara í vinsæl forrit sem kosta einhvern pening. Ef forritin kosta $0,99 þá ertu líklega með amerískan reikning, en ef þau kosta $1,24 þá ertu með íslenskan reikning.

Skref 4 – Komin/n með bandarískan iTunes reikning. Hvað nú?

Þegar þú ert búin/n að stofna bandarískan iTunes reikning, þá þarftu að kaupa inneignarkort, svo þú getir greitt fyrir HBO NOW áskriftina þína. Eplakort selur slík kort og sendir kóðann samstundis í tölvupósti.

Skref 5 – Kóðinn kominn

Þegar kóðinn hefur verið afhentur þá þarftu bara að leysa hann út. Það gerirðu bara með því að opna App Store í iOS tæki, skruna neðst í Featured flipanum og velja Redeem. Ef þú ert í iTunes forritinu á Mac/PC þá smellirðu á iTunes store, og velur þar Redeem í hægri valmyndinni.

Skref 6  – Tengja bandarískan iTunes reikning við Apple TV

Leggðu nú tölvuna frá þér (þ.e. nema til að lesa þennan leiðarvísi) og skiptu nú yfir á Apple TV tækið þitt. Til að tengja bandarískan iTunes reikninginn við Apple TV, þá þarftu að fara í Settings > iTunes Store. Þar skaltu velja Apple ID, og bæta við netfanginu sem þú notar fyrir bandaríska iTunes reikninginn þinn. Þarna skaltu líka ganga úr skugga um að United States sé valið í location.

Þegar þú hefur tengt bandarískan iTunes reikning við Apple TV, þá geturðu nýskráð þig hjá HBO NOW, og einnig leigt kvikmyndir og þætti í i iTunes myndveitunni (þ.e. Movies og TV Shows sem er fast í efstu röðinni).

Skref 7 – HBO NOW nýskráning

Nú. Ef þú ert búin/n að…

  • Tengjast playmoTV á Apple TV.
  • Búa til bandarískan iTunes reikning.
  • Kaupa og og leysa út inneignarkort fyrir reikninginn þinn

þá skaltu halda áfram, því núna ætlum við að stofna reikning hjá HBO NOW. Nú skaltu smella á HBO NOW á Apple TV tækinu þínu.

hbonow.jpg

Skref 8

Þegar þú smellir þá HBO NOW þá blasir þessi skjár við þér. Ef þú fylgdir leiðarvísinum í þaula, þá ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að þú smellir á „Start Your Free Trial“ hnappinn efst á skjánum, og búir til HBO NOW reikning.

HBO NOW - Apple TV

Skref 9

Eftir að þú býrð til HBO NOW reikning og innskráir þig, þá birtist eitthvað í líkingu við þetta á skjánum

HBO NOW - Apple TV 2

Skref 10

Þá ætti allt að vera komið. Ef eitthvað klikkar í uppsetningunni, eða ef þú ert með einhverjar spyrningar þá skaltu ekki hika við að hafa samband og við svörum eins fljótt og auðið er.