fbpx

App Store - iOS 6Það getur verið hagkvæmt fyrir íslenska Apple TV eigendur að vera með bandarískan Apple reikning, svo hægt sé að leigja kvikmyndir og þætti á iTunes leigunni, auk þess sem einstaklingar geta þá keypt Netflix og Hulu Plus áskrift í gegnum Apple reikninginn sinn.

Hér á síðunni höfum við áður sýnt hvernig slíkur reikningur er búinn til með tveimur konar leiðarvísum, einn fyrir þá sem sitja við hefðbundnar tölvur og annan fyrir iOS notendur. Leiðarvísarnir verða bráðum tveggja ára gamlir en gildi þeirra er ekkert minna fyrir vikið.

Foreldrar ungra iPhone eigenda hafa tekið stofnun slíkra reikninga fagnandi, en með þeim er auðveldara að stjórna hversu miklum pening er varið í kaup á forritum og leikjum með iTunes inneignarkortum, en ekki er hægt að nota slík kort á íslenskum App Store reikningum.

Ef þig langar að stofna bandarískan Apple reikning, þá skaltu smella á annan af tenglunum fyrir neðan.

Avatar photo
Author

Write A Comment