fbpx

Hulu og HBO Max eru tvær eftirsóttustu streymiþjónustur í heimi. Á HBO Max má finna nýtt hágæða efni eins og The Last of Us, Succession í bland við sígilda þætti eins og Friends, The Big Bang Theory og fleira. Hulu er svo með vinsælar seríur á borð við Schitt’s Creek, Modern Family, Grey’s Anatomy og margt fleira.

Í þessum leiðarvísi munum við, í samstarfi við playmoTV, benda á skothelda leið til að fá Hulu og HBO Max saman í pakka.

Hvernig nota ég Hulu og HBO Max á Íslandi

Fyrsta skrefið er að búa til reikning hjá playmoTV og breyta DNS stillingunum á tækinu þínu, svo þjónusturnar haldi að þú sért í Bandaríkjunum.

Athugið! Aðstoð við uppsetningu á öllu ferlinu er innifalin fyrir þá sem fylgja þessum tengli: https://playmo.tv/einstein og kaupa 12 mánaða áskrift að Smart DNS og VPN ($79.95) pakkanum.

Inni í því felst aðstoð við DNS stillingar á tækjum heimilisins, uppsetning á aðgangi að Hulu og/eða HBO Max. Til viðbótar fylgir líka aðgangur að bandaríska Netflix í þessum tiltekna pakka hjá playmoTV.

Ef þú hefur áhuga á að nýta þér þessa þjónustu, þá skaltu kaupa árspakkann á $75.95 (með 5% afslætti) hjá PlaymoTV og það verður haft samband við þig.

Lesendum er auðvitað frjálst að gera þetta sjálfir, og hafir þú áhuga á því þá skaltu lesa áfram.

Skref 2 – Breyta DNS stillingum

Windows

Windows 10/11

Skref 1 Ýttu á START takkann, og svo Settings.
Skref 2 Smelltu síðan á Network & Internet og smelltu svo á Change adapter settings.
Skref 3 Hægri-smelltu nú á tenginguna þína (Líklega Wireless Network Connection) og veldu Properties.
Skref 4 Mikilvægt. Taktu hakið af TCP/IPv6. Veldu síðan Internet Protocol Version 4 (TCP/IPv4). Þegar það er valið skaltu smella á Properties hnappinn sem er fyrir neðan.
Skref 5 Veldu núna General flipann, hakaðu við „Use the following DNS server addresses“ og settu eftirfarandi gildi inn:

Preferred DNS server 82.221.94.251
Alternate DNS server 109.74.12.20

Skref 6. Endurræstu tölvuna, og farðu á https://playmo.tv/my-account til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú sérð skilaboðin „This device linked to playmoTV? YES“, þá er allt klappað og klárt og þú getur haldið áfram.


Mac

Mac

Skref 1. Opnaðu System Preferences (Finnur það með því að smella á Apple merkið uppi í vinstra horninu) og farðu í Network.
Skref 2. Veldu Wi-Fi ef þú tengist netinu þráðlaust. Smelltu svo á Advanced.
Skref 3 Farðu í DNS flipann, smelltu á plúsinn vinstra meginn við IPv4 or IPv6 addresses og sláðu inn 82.221.94.251. Ýttu á plúsinn aftur og sláðu inn 109.74.12.20 .

ATH: Ef einhver gildi voru fyrir undir DNS servers þá þarf að eyða þeim.

Skref 4. Endurræstu tölvuna, og farðu á http://playmo.tv/my-account til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk hjá þér. Ef þú færð jákvæð skilaboð þar, þá er allt klappað og klárt og þú getur farið að nota HBO Max.

Eftir að þú hefur sett þessar stillingar inn, og þú hefur fylgt leiðbeiningunum að ofan, þá er prufutímabil þitt byrjað hjá playmoTV og öllu skemmtilegri skilaboð bíða þín á skráningarsíðu HBO Max. Þá geturðu einnig horft á HBO Max í tölvunni þinni, en ekki bara í tækinu sem er tengt við sjónvarpið þitt.

Athugið samt að stillingarnar takmarkast við það þráðlausa net sem þú tengist þegar þú framkvæmir aðgerðina, þannig að nauðsynlegt er að endurtaka leikinn ef þú vilt horfa á HBO Max heima hjá vini, ættingja eða eitthvað þvíumlíkt.

Nú skaltu setja stillingar inn fyrir Apple TV og/eða iOS tæki.

Apple TV

Apple TV

Skref 2.1. Farðu í General > Network settings. Þar skaltu smella á Wi-Fi netið þitt ef þú tengist þráðlaust, en annars smella á Ethernet ef þú ert með snúrutengt net. Síðan skaltu fara niður í reitinn Configure DNS og smella á hann.

Skref 2.2. Í DNS stillingum skaltu slá inn eftirfarandi gildi:

DNS Server: 82.221.94.251

Skref 2.3. Ýttu nú á Done.

Skref 2.4. Smelltu nokkrum sinnum á Menu hnappinn á fjarstýringunni þinni þangað til þú kemur í General skjáinn. Þar skaltu skruna alveg niður og velja Restart.

Skref 2.5. Bíddu á meðan tækið endurræsir sig.

Skre 2.6 Til að virkja playmoTV reikninginn þinn, þá þarftu að fara á virkja þjónustuna í einhverri tölvu (sjá leiðbeiningar efst Windows eða Mac flipa) og fara á http://playmo.tv/my-account til að kanna hvort þjónustan sé orðin virk.

Skref 2.7. Nú þarftu að fara í App Store, leita að HBO Max forritinu og setja það upp. Ef þú finnur ekki HBO Max appið í App Store, þá er reikningurinn þinn líklega stilltur á annað land (Ísland). Lausnin við því er sú að skipta um land á App Store reikningnum þínum eða stofna nýjan App Store reikning og staðsetja hann í Bandaríkjunum.

Bandarískur iTunes reikningur stofnaður

iTunes

Ef þú ert ekki með bandarískan iTunes reikning, þá þarftu að stofna einn slíka. Við höfum ritað slíkar leiðbeiningar hér á Einstein.is, bæði fyrir notendur sem eru á iOS tækjum, og einnig þá sem eru á hefðbundnum einkatölvum (þ.e. Windows og Mac, Linux notendur eru úti í kuldanum þar engin Linux útgáfa er til af iTunes).

Að gefnu tilefni er réttast að benda á að þegar þú fylgir leiðarvísinum að ofan þá er mjög mikilvægt að þú reynir að sækja ókeypis forrit í App Store, og stofnir bandarískan reikning í framhaldi af því, en opnir ekki iTunes og stofnir reikning beint.

Ég er ekki viss hvort ég sé með íslenskan eða amerískan iTunes reikning? Hvernig get ég komist að því?

Auðveldasta leiðin til þess er með því að fara í vinsæl forrit sem kosta einhvern pening. Ef forritin kosta $0,99 þá ertu líklega með amerískan reikning, en ef þau kosta $1,24 þá ertu með íslenskan reikning.

iPhone/iPad

iPhone eða iPad

Skref 2.1: Nú skaltu fara í Settings > Wi-Fi og smella á bláa hringinn þar, sbr. eftirfarandi myndir:

 

Skref 2.2 Eftir að þú hefur valið heimanetið þitt, þá skaltu skruna niður og smella á „Automatic“ í DNS svæðinu til að breyta því.

Skrunaðu svo niður, eyddu tölunni sem er þarna fyrir og sláðu inn eftirfarandi gildi nákvæmlega eins og þau eru skrifuð: 82.221.94.251, 109.74.12.20

Skref 2.3: Eftir að þú hefur slegið þetta inn þá skaltu fara til baka, og slökkva svo og kveikja á símanum aftur.

Þú getur slökkt á símanum með tvennum hætti:

  1. Farið í Settings > General, skrunað þar niður og valið Shut Down.
  2. Haldið inni Sleep/wake takkanum hægra megin og hækka (eða lækka) takkanum vinstra megin þangað til þú sérð skjá sem sýnir þér valmöguleikana Power Off / Medical ID og Emergency SOS.

Skref 2.4: Kveiktu aftur á iOS tækinu

Android

Á Android geta DNS stillingarnar verið æði misjafnar eftir því hvaða tæki notandinn er á hverju sinni. Því er oft mælt með því að nota forrit eins og Lilly DNS Changer í þeim tilgangi að setja upp sérsniðna DNS þjóna með auðveldum hætti.

Skref 1 Sæktu því forritið Lilly DNS Changer. Þegar þú hefur opnað það skaltu ýta á Plús merkið uppi í hægra horninu til að bæta við DNS þjóni.

Skref 2 Nefndu DNS þjónustuna playmoTV og settu inn 82.221.94.251 og 109.74.12.20 í Primary og Secondary IP address.

Skref 3 Smelltu svo á Add og vistaðu þjónustuna, og síðan skaltu bara ýta á Connect til að tengjast.

Skref 4 Farðu á playmo.tv/my-account og kannaðu hvort þú fáir „This device linked to playmoTV? YES“

Skref 5 Ef þú finnur ekki HBO Max í Google Play, þá skaltu leyfa uppsetningu óþekktra forrita (sem á ensku útleggst sem Allow Apps from Unknown Sources). Eftir að þú hefur virkjað það á Android tækinu þínu, þá geturðu halað niður APK skrá fyrir HBO Max á síðu eins og APKMirror og sett hana upp á Android tækið þitt.

Mikilvægt: Til að virkja þjónustuna, þá þarftu að virkja þjónustuna í einhverri tölvu þarftu að fara á http://playmo.tv, innskrá þig og kanna hvort þjónustan sé orðin virk.

Ef þú ferð á playmo.tv/my-account þegar þú ert innskráð/innskráður þá viltu sjá þrjú græn gátmerki (e. checkmark). Ef þú sérð það, þar á meðal „This device is correctly linked“ þá ættirðu nú að geta nýskráð þig eða notað HBO MAX.

Skref 5.5: Náðu í og opnaðu HBO MAX forritið, og skráðu þig inn. Ætti að virka eins og í sögu.

Nýskráning og greiðsla hjá Hulu og HBO MAX

Í þessum leiðarvísi mælum við með því að þú takir Hulu og HBO Max í einum pakka, sem er mögulegt að gera í gegnum Hulu. Með því að gera það þá færðu aðgang að öllu HBO Max efninu í Hulu appinu, en getur líka notað Hulu aðganginn þinn til að auðkenna þig í HBO Max appinu.

Þar sem Hulu tekur ekki við erlendum greiðslukortum, þá þarftu að taka nokkur aukaskref til að borga fyrir þjónustuna.

Borga með kreditkorti

Hægt er að greiða fyrir Hulu og HBO Max saman með kreditkort með því að notast við bandarísk virtual kreditkort frá þjónustu sem heitir StatesCard.

StatesCard virkar þannig að þú nýskráir þig, og leggur svo pening inn á kortið eftir þörfum og notar það til að greiða fyrir þjónustuna. Hægt er að nota StatesCard á mörgum bandarískum þjónustum, þar á meðal Hulu.

Þegar þú hefur búið til StatesCard reikning og lagt inn á það, þá ferðu bara inn á Hulu.com og býrð til reikning.

Þá ætti allt að vera komið. Ef eitthvað klikkar í uppsetningunni, eða ef þú ert með einhverjar spyrningar þá skaltu ekki hika við að hafa samband og við svörum eins fljótt og auðið er.

Avatar photo
Author