fbpx

Apple kynning dagsins hefst kl. 17:00 í dag á reykvískum tíma, þar sem fyrirtækið mun sýna heiminum iPhone 6S/6S Plus og fleiri nýjungar. Það er því ágætt að fara yfir það hvernig hægt er að horfa á viðburðinn á ýmsum tækjum og stýrikerfum.

 

Apple viðburðurinn á Apple TV

Til að horfa á Apple viðburð dagsins á Apple TV þá þarftu bara að opna „Apple Events“ og smella á Play þegar klukkan slær fimm.

Þú þarft samt að vera nýlega hugbúnaðarútgáfu, þ.e. 6.2.1 eða nýrri, á tækinu þínu til að sjá Apple Events á skjánum. Þú getur kannað hvaða útgáfa er uppsett á tækinu með því að fara í Settings > General > About.

Ef þú ert með eldri útgáfu en 6.2.1, þá skaltu fara í Settings > General > Software Updates og smella á Update Software til að sækja nýjustu útgáfu. Mælum með að þú gerir þetta a.m.k. klukkutíma áður en atburðurinn byrjar því þetta getur tekið sinn tíma.

Eftir að þú hefur uppfært í nýjustu útgáfu, þá smellirðu á Apple Events, og svo Play þegar atburðurinn er að byrja.

Apple viðburðurinn á Mac og iOS

Mac og iOS notendur þurfa bara að opna Safari (ath! Safari, ekki annan vafra) og fara á apple.com/live

Ath! Til að geta horft á viðburðinn á Mac þá þarftu að vera með Mac OS X 10.8.5 eða nýrra stýrikerfi, og Safari 6.0.5 eða nýrri útgáfu af vafranum. Eigendur iOS tækja þurfa að vera með iOS 7 eða nýrra geta horft á viðburðinn í Safari.

Apple viðburðurinn á Windows, Linux og Android

Windows 10 notendur geta horft á viðburðinn í Microsoft Edge með því að fara á apple.com/live.

Ef þú vilt horfa á viðburinn í eldri Windows útgáfum eða Android þá skaltu byrja á því að sækja VLC Media Player. (Þetta ætti fræðilega séð líka að virka á Linux og eldri Mac tölvum, en við miðum leiðbeiningarnar við Windows og Android).

Þegar þú hefur sótt og opnað forritið þá þarftu að gera þetta þegar viðburðurinn byrjar (getur prófað nokkrum mínútum áður):

Windows
Opnaðu VLC Media Player. Veldu þar Media > Open Network Stream. Þar skaltu smella á Network og slá inn eftirfarandi slóð í network URL:

http://p.events-delivery.apple.com.edgesuite.net/15pijbnaefvpoijbaefvpihb06/m3u8/atv_mvp.m3u8

Android
Sæktu og opnaðu VLC Media Player. Veldu þar Stream og sláðu inn eftirfarandi slóð:

http://p.events-delivery.apple.com.edgesuite.net/15pijbnaefvpoijbaefvpihb06/m3u8/atv_mvp.m3u8

Ath! Það getur verið að slóðin virki ekki fyrr en viðburðurinn byrjar.

Write A Comment