fbpx

Næstkomandi fimmtudag, klukkan 17:00 að íslenskum tíma, mun Apple kynna nýjar Mac tölvur, sem er orðið löngu tímabært, ef marka má viðbrögð Apple notenda víða um heim. Nokkuð er liðið síðan fyrirtækið kynnti einhverjar nýjungar fyrir Mac tölvurnar, þar sem gullkálfar fyrirtækisins, iPhone og iPad, fá mun meiri athygli.

Dæmi um það má sjá á vefsíðunni BuyersGuide hjá Macrumors, sem sýnir hversu langt er síðan Apple vörur voru uppfærðar, hversu langt líður almennt á milli uppfærslna, og loks hvort vefurinn mæli með kaupum á viðkomandi vöru miðað við áðurnefndar upplýsingar. Mac-línan lítur svona út í dag og hefur verið með Don’t Buy um nokkra hríð.

Buyers Guide - MacRumors

Hvað verður kynnt á fimmtudaginn?

MacBook Pro
Apple mun kynna nýja hönnun á MacBook Pro tölvunni, sem hefur haldið sama útliti í fjögur ár. Að sögn heimildarmanna úr herbúðum Apple verður tölvan þynnri og léttari en forverinn.

Einnig þykir líklegt að MacBook Pro muni koma með 4 USB-C portum, sem munu þá koma í stað hefðbundinna USB og MagSafe tengja, auk heyrnartólatengis. HDMI tengið og SD kortarauf eru bæði á bak og burt.

F1-F12 línan á lyklaborðinu mun líka hverfa, og í stað hennar mun koma OLED snertirönd sem hægt er að stilla eftir því hvaða forrit er í notkun. Við enda hennar verður einnig TouchID hnappur, sem hægt er að nota til að opna tölvuna, og einnig í ýmsum öðrum tilgangi, t.d. til að greiða fyrir vörur með Apple Pay. Með útgáfu macOS Sierra 10.12.1 fylgdu myndir sem sýna nýja MacBook Pro með þessari OLED snertirönd.

MacBook Pro með OLED snertirönd og TouchID fingrafaralesara
MacBook Pro með OLED snertirönd og TouchID fingrafaralesara

Þessu til viðbótar verður hún vitaskuld með hraðari og betri á alla vegu. Talið að hún komi með Intel Skylake örgjörva og AMD Polaris skjástýringu, til að hámarka afköst og rafhlöðuendingu vélarinnar.

Apple 5K skjár?
Fyrr á árinu hætti Apple sölu á Thunderbolt skjá fyrirtækisins, sem kom á markað í september 2011 og hefur ekki fengið neina uppfærslu síðan þá.

Apple sérfræðingar spá því að Apple muni kynna 5K skjá sem býður upp á 5K upplausn (5120×2880), og innbyggðri skjástýringu til að gera aflminni Mac tölvum að keyra skjárinn með þessum dílafjölda.

iMac / MacBook Air
Þessar tvær vörulínur munu fá lítils háttar uppfærslur. 11 tommu útgáfan af MacBook Air mun mögulega vera tekin úr sölu, MacBook Air með USB-C stuðningi. Ekki þykir þó líklegt að Retina skjár komi á tölvuna.