fbpx

Apple Music opnar í 52 nýjum löndum í dag, þ. á m. Íslandi, og þjónustan er nú í boði í 167 löndum. Notendur með Apple reikninga á Íslandi hafa líklega fengið póst þess efnis að þjónustan sé nú í boði.

Hvort Apple Music muni laða marga Íslendinga að borðinu skal ósagt látið, en hérlendis virðist Spotify ráða ríkjum (líkt og víða annars staðar) þrátt fyrir að aðrar tónlistarþjónustur líkt og Tidal, YouTube Music, Deezer og fleiri bjóði upp á þjónustu sína hérlendis.

Eitt sem Apple Music hefur umfram Spotify er að þeir eru með útvarpsstöðvar í gangi allan sólarhringinn og plötusnúða sem spila í beinni, sem gæti verið skemmtileg tilbreyting.

Hafir þú áhuga á að prófa Apple Music þá geturðu fengið 6 mánaða prufutímabil. Apple Music er ekki hægt að nota ókeypis með auglýsingum (ólíkt Spotify).