fbpx

Í síðustu viku kynnti Apple til sögunnar nýja útgáfu af MacBook Air, sem kemur nú með svokölluðu Magic Keyboard. Með tilkomu lyklaborðsins á MacBook Air þá hefur Apple nánast lokið því verkefni að fasa út hinu svokallaða Butterfly lyklaborði, sem var bæði umdeild varðandi notkun, en bilar einnig nokkuð.

Hún lækkar einnig í verði, þ.e. úr $1099 niður í $999 vestanhafs, sem þýðir að hún helst kannski á svipuðu verði hérlendis út af gengisbreytingum.

Apple hefur tvöfaldað geymsluplássið á grunnmódelinu, sem byrjar nú í 256 GB en ekki 128 GB eins og áður. Þeir sem vilja fá meira geymslupláss en 256 GB geta farið í 512 GB, 1 TB eða 2 TB.

Tölvan býður einnig upp á betri afköst, því hún kemur með 10-kynslóðar Intel Ice Lake örgjörva. Grunnmódelið kemur með 1.1 Ghz dual-core i3 (Turbo Boost upp í 3.2 GHz) en einnig er hægt að fá hana með:

  • 1.1 GHz quad-core i5 (Turbo Boost upp í 3.5 GHz) og
  • 1.2 GHz quad-core i7 (Turbo Boost upp í 3.8 GHz)

Tölvan styður líka 6K skjá, og kemur með betri hljóðnemum og hátölurum.

Hvernig veit ég hvort verslun sé að selja 2020 MacBook Air eða eldri útgáfu?

Besta leiðin til að kanna það er með því að skoða örvahnappana.

Örvahnapparnir á MacBook Air 2020 (Magic Keyboard)
Örvahnapparnir á MacBook Air 2018-2019 (Butterfly lyklaborð)