fbpx

Það fær enginn HomePod í jólagjöf þetta árið, því Apple hefur frestað útgáfu  hátalarans fram á næsta ár. Í fréttatilkynningu sem Apple sendi frá sér fyrir helgi segir að fyrirtækið vilji gefa sér meiri tíma til að fínpússa nokkra hluti áður en hátalarinn fer í almenna sölu. Því er gert ráð fyrir að hátalarinn fari í sölu „snemma árs 2018“ sem þýðir væntanlega í síðasta lagi í mars á næsta ári.

Við skrifuðum um HomePod þegar hann var kynntur á WWDC ráðstefnu Apple í júnímánuði á þessu ári. Þetta er fyrsti snjallhátalarinn frá Apple, en vinsælustu vörurnar á þessum markaði eru Amazon Echo (sem er verður á einungis $79 næstkomandi föstudag á Amazon) og Google Home.

Þessir tveir hátalarar kostar í kringum $100 vestanhafs, en HomePod mun kosta $349, og í prófunum hefur Apple borið tækið saman við Play:3 hátalarann frá Sonos.