fbpx

Microsoft hætti stuðningi við Windows XP stýrikerfið í gær, en stýrikerfið var gefið út árið 2001. Stýrikerifð náði mikilli útbreiðslu út um allan heim, og er með u.þ.b. 10% markaðshlutdeild hérlendis, þrátt fyrir að Microsoft hafi gefið tvö ný stýrikerfi. .

Í því felst að Microsoft mun ekki lengur gefa út neinar öryggisuppfærslur fyrir XP stýrikerfið. Þegar öryggisuppfærslur koma út fyrir nýrri stýrikerfi, þá er það oft vísbending um að sami öryggisgalli sé til staðar í eldri stýrikerfum, og óprúttnir aðilar geta nýtt sér það í sumum tilvikum ef þeir vilja.

Ég er með XP. Hvað á ég að gera?

Fyrst og fremst þá skaltu uppfæra tölvuna í nýrra stýrikerfi ef þú hefur tök á því. Þú getur keyrt Upgrade assistant til að kanna hvort tölvan ráði við Windows 8.1, nýjasta stýrikerfið frá Microsoft. Ef þú ýmist nennir eða getur ekki uppfært þá skaltu grípa til þessara ráða:

  1. Ekki nota Internet Explorer – Aðrir vafrar, t.d. Google Chrome og Mozilla Firefox styðja XP. (Við mælum reyndar með þessu ráði óháð því hvaða stýrikerfi þú notar, þar sem aðrir vafrar eru almennt hraðari og betri).
  2. Uppfærðu öll Microsoft forrit – Farðu í Start Menu > All Programs. Þar skaltu velja Windows Update og sjá stöðuna á kerfinu þínu. Settu upp allar mikilvægar uppfærslur.
  3. Uppfærðu hugbúnaðarpakka frá óháðum aðilum – Þá erum við að tala um Adobe Flash, Adobe Acrobat PDF Reader, Java og þannig leiðinlega hluti.
  4. Kveiktu á Windows XP eldveggnum – Þetta gerirðu með því að fara í Control Panel og velja Windows Firewall.
  5. Settu upp vírusvarnarforrit – Microsoft Security Essentials mun styðja XP í eitt ár. AVG og Avast bjóða bæði upp á ókeypis lausnir sem ættu að duga mörgum notendum.
  6. Vertu var um þig á netinu – Notendur allra stýrikerfa eiga nú að hafa varann á þegar þeir vafra um á netinu, en það er ástæða til að leggja enn meiri áherslu á þetta.

Heimildir: Blogg NýherjaZDNet

Write A Comment