fbpx

Satya Nadella, nýr forstjóri bandaríska tæknifyrirtækisins Microsoft, steig á svið í gær og kynnti Office fyrir iPad, á viðburði sem fyrirtækið hélt í San Francisco borg.

Á viðburðinum lagði Nadella áherslu á að það skipti miklu máli að vera með Office á snjalltækjum og gefa fólki kost á að geyma efni yfir netið (eða í skýinu eins og fólk segir oft). Forritin sjálf eru ókeypis, og með þeim er hægt að skoða skjöl, en til þess að búa til ný skjöl eða breyta skjölum þá þurfa einstaklingar að kaupa áskrift að Office 365.

Office 365 er ný nálgun Microsoft við sölu á þessum vinsæla forritapakka, en notendur kaupa þá áskrift að Microsoft Office, sem inniheldur pláss í OneDrive skýþjónustu Microsoft, mánaðarlega Skype inneign, ásamt aðgangi að öllum forritunum.

iPad notendur geta keypt áskrift að Office 365 Home beint úr App Store, sem þykir nokkuð merkilegt í ljósi þess að Apple fær 30% af áskriftarsölu í gegnum App Store. Microsoft barðist lengi gegn þessu, og svo virðist sem að viðhorf fyrirtækisins hafi breyst eftir að Satya Nadella tók við stjórnartaumum fyrirtækisins af Steve Ballmer.

Forstjórar fyrirtækjanna skiptust svo á kveðjum á Twitter að viðburðinum loknum.

 

 

Áskrift að Office 365 kostar 99 dali á ári, en nemendur íslenskra háskóla geta nælt sér í ódýrari áskrift í gegnum Microsoft Dreamspark vefverslunina.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá kynningarmyndband frá Microsoft fyrir Office pakkann á iPad.

http://www.youtube.com/watch?v=frpsGFQ4AIY

Write A Comment