Margir sem keyra Mac OS X Mavericks á Apple tölvum sínum finnst skjástillingarnar vera heldur fátæklegar. Eins og sést á myndinni að ofan, þá eru skjástillingarnar heldur einfaldar, og einungis hægt að velja á milli fjögurra skjáupplausna.
Display Menu er lítið forrit sem keyrir í valslánni (e. menubar) og gefur notendum talsvert meira val á þessu sviði. Svo dæmi sé tekið þá er 1680 x 1050 dílar hæsta mögulega skjáupplausnin á nýlegri 13 tommu Macbook Pro ef notandinn fer í System Preferences og Displays, en með Display Menu er úrvalið talsvert betra.
Display Menu fæst í Mac App Store og er ókeypis, en eftir að forritið er sótt þá er hægt að uppfæra í Display Menu Pro fyrir $1.99.
Display Menu [Mac App Store]