fbpx

FIFA er meðal vinsælustu leikja ár hvert á PlayStation og Xbox, og því er það okkur sönn ánægja að færa þær gleðifréttir að demo fyrir FIFA 15 er komið í PSN búðina.

Í demo-inu, sem er rúm 3GB að stærð, er leikið á Anfield, heimavelli Liverpool, og hægt er að spila sem Liverpool, Barcelona, Chelsea, PSG, Borussia Dortmund, Napoli, Manchester City og Boca Juniors.

Leikurinn sjálfur kemur í búðir hérlendis 25. september næstkomandi.

Write A Comment