fbpx

Fréttir hafa borist af því undanfarna daga að Netflix hafi framkvæmt aðgerðir til að sporna við því að notendur utan opinberra þjónustusvæða geti nýtt sér þjónustuna, en notendur VPN þjónustunnar TorGuard fengu villuboð um skamma hríð í síðasta mánuði þegar þeir ætluðu að njóta efnis á Netflix.

Netflix er á milli steins og sleggju. Fyrirtækið vill ekki styggja stórfyrirtækin (a.m.k. ekki á meðan þeir eru ennþá að byggja upp safn af eigin efni), en vill á sama tíma hafa sem flesta áskrifendur. Ástæðan fyrir því að þetta gerist er vegna þess að kaupendur utan úr heimi að bandarísku efni (t.d. 365 Miðlar) kvartar undan Netflix við seljendur að efni (t.d. Sony Pictures) og gera kröfu um að stúdíóin þrýsti á streymiþjónustuna.

Það er erfitt að álykta hversu stór hluti áskrifenda Netflix er utan opinberra þjónustusvæða. Eins og áður hefur komið fram í íslenskum fjölmiðlum eru yfir 20.000 manns á Íslandi með Netflix, sem greiða a.m.k. $7.99 á mánuði. Netflix er ekki heldur komið til Ástralíu, en miðað við þessa frétt CNET eru tífalt fleiri einstaklingar að nota Netflix þar. Tekjur Netflix af notendum í þessum tveimur löndum eru 220 milljónir á mánuði. Við teljum líklegt að Netflix vilji ekki missa þær tekjur.

Hvað hefur verið gert hingað til?

Streymiþjónustan Hulu Plus reyndi að loka á notendur síðasta vor (sbr. þessi frétt GHacks og fyrirspurnir lesenda), en þrátt fyrir það er ennþá hægt að horfa á þjónustuna í gegnum allar helstu DNS og VPN þjónustur. Því til viðbótar þá eru þessar aðgerðir Hulu Plus vægast sagt ófullkomnar, því einstaklingar sem vissulega eru staðsettir í Bandaríkjunum hafa stundum verið blokkaðir, sbr. þessi grein Josh Centers á TidBits.

Sjá einnig: Notaðu Netflix á Íslandi

Það þýðir samt ekki að ekkert hafi verið gert. Sumir tækjaframleiðendur hafa samt tekið upp á því að setja DNS þjóna frá Google í tæki sín, þannig að við notkun þeirra tækja þessara þjónusta þá eru þeir ávallt spurðir við ákvörðun á staðsetningu tækisins. Google Chromecast fékk t.a.m. heldur lága einkunn í umfjöllun okkar á dögunum því það er frekar erfitt að nota Netflix og skyldar þjónustur á tækinu, og skömmu síðar birtum við ítarlegan og tæknilegan leiðarvísi sem sýnir hvernig hægt er að loka á Google DNS á hinum vinsæla Technicolor netbeini, og komast framhjá því.

Við teljum að hvorki leikjatölvur né Apple tæki muni nokkurn tímann vera faststillt með Google DNS, annars vegar vegna þess að spilarar vilja hafa fulla stjórn á öllum netstillingum sínum, og hins vegar vegna þess að sambandið á milli Google og Apple er heldur stirt.

Hvað gerist næst?

Í samtali við tæknimiðilinn Engadget sagði Netflix að það hefði ekki gert neinar breytingar varðandi meðferð VPN fyrirtækja, þannig að ljóst er að fyrirtækið mun að öllum líkindum ekki fara í harðari aðgerðir en Hulu Plus, sem virkar í dag á Íslandi (og víðar með hjálp VPN/DNS þjónusta).

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, nýverið í samtali við Vísi að það yrðu alltaf leiðir til að horfa á Netflix, og ummæli fyrirsvarsmanns TorGuard í frétt TorrentFreak um málið renna stoðum undir það, en þar sagði Ben Van der Pelt að fyrirtækið gæti hæglega komist hjá hvers kyns aðgerðum sem væru gerðar til að loka á þjónustuna.

1 Comment

  1. Ziggy Maximus Reply

    Er búið að loka á neflix í gegnum VPN. Ipad detectar proxy og segir manni að loka, apple tv kemur upp með error 139 og downlodar ekki þáttum eða myndum! Á heimasíðu Netflix kemur þessi skýring: https://help.netflix.com/en/node/277
    Vitið þið hvað er í gangi?

Write A Comment