fbpx
Playmo frettabref
Skjáskot úr fréttabréfi PlaymoTV

Ekki á morgun heldur hinn mun einn af DNS þjónum PlaymoTV verða tekinn úr sambandi. Ef þú ert að nota DNS þjóninn 46.149.22.148, sem við höfum mælt með í þó nokkurn tíma hérna í Netflix leiðarvísinum og öðrum greinum þá þarftu að uppfæra DNS þjónana þína. (Athugið að Netflix leiðarvísirinn hefur verið uppfærður þannig að ef þú fylgir honum í dag þá leysir það vandann).

Áhrifin eru mest hjá þeim sem nota þennan DNS þjón Apple TV, þar sem einungis einn DNS þjónn er sleginn inn, en ekki tveir eins og á öðrum tækjum.

 

Af hverju er þetta að gerast?

Við hjá Einstein.is höfum verið með sýndarumhverfi í prófun hjá GreenQloud undanfarið ár. Vegna þess þá barst okkur póstur um að slökkt yrðu á öllum sýndarumhverfum notenda 1. október næstkomandi (meira um það hér). GreenQloud hýsti líka einn af DNS þjónum PlaymoTV, sem leiðir til þess að sá DNS þjónn verður ekki starfhæfur frá og með 1. október.

Greenqloud skilabod
Skjáskot úr fréttabréfi GreenQloud

 

Hvað á ég að gera?

Kíktu á hvaða DNS þjón þú ert með uppsettan á Apple TV tækinu þínu og öðrum tækjum sem þú notar til að komast í Netflix, Hulu og aðrar þjónustur í gegnum PlaymoTV. Ef hann er þessi,

Apple TV - 46.149.22.148

þá skaltu breyta honum yfir í annaðhvort 82.221.94.251 eða 109.74.12.20. Netflix leiðarvísirinn hefur verið uppfærður þannig að þessi DNS þjónn er ekki lengur þar inni, þannig að ef þú ferð í gegnum hann á ný þá ættirðu að vera í góðum málum.

Hvernig breyti ég?

Með því að kíkja á Netflix leiðarvísinn og fylgja leiðbeiningum fyrir tækið þitt.

Hvað gerist ef ég breyti ekki?

Ef þú ert með Apple TV, þá mun þetta líklega gerast, þ.e. tækið þitt nær ekki netsambandi.

Apple TV - ekkert net

Á öðrum tækjum ættirðu líklega ekki að lenda í neinu svakalegum vandræðum, en þó eru einhverjar líkur á að það hægist aðeins á netinu því tölvan þín reynir líklega fyrst að tengjast netinu í gegnum þann DNS þjón sem þú stilltir sem fyrsta valkost, áður en það tölvan notar hinn DNS þjóninn.

Write A Comment