fbpx

iPhoneEf þú hefur átt iPhone símann þinn í einhvern tíma þá getur verið að þú þurfir að ýta fast eða nokkrum sinum á takkann til að hann framkvæmi skipun fyrir þig (sem eru nú ekki margar). Einföld leið er til að endurstilla Home takkann sem er gert með eftirfarandi hætti:

UPPFÆRTEins og Hjalti Jakobsson greinir frá í ummælum, þá hefur nánari rannsókn leitt í ljós að áhrifin við þessa aðgerð eru bara tilviljunarkennd, en ekki varanleg.  Marco Arment (höfundur Instapaper) greinir frá þessu á síðunni sinni.

 

Skref 1: Opnaðu eitt af þeim forritum sem fylgja með símanum (t.d. Calendar, Mail, Stocks eða Weather).

Skref 2: Með það forrit opið, þá skaltu halda inni Sleep/Mute takkanum ofan á símanum inni þar til að „slide to power off“ birtist (u.þ.b. 3-5 sekúndur)

Skref 3: Þegar „slide to power off“ er komið á skjáinn, þá skaltu halda inni Home takkanum þangað til forritið lokast (u.þ.b. 5-8 sekúndur).

Skref 4: Þegar forritið lokast þá ætti virkni Home takkans að vera mun betri.

Avatar photo
Author

3 Comments

    • Takk fyrir update-ið. Uppfærði póstinn í samræmi við þetta. Sá bara að það var verið að greina frá þessu nánast á hverju einustu síðu sem fjallar eitthvað um iPhone, og notendur að greina frá jákvæðum áhrifum aðgerðarinnar. Þau áhrif voru greinilega bara tilviljunarkennd eins og hjá Marco þegar hann prófaði þetta í fyrsta sinn á sínum síma.

      Prófaði þetta á mínum síma og fann skiljanlega engan mun, en hef reyndar aldrei haft neitt út á Home takkinn að setja á mínum síma.

Write A Comment