Windows: doPDF er lítið forrit, sem gerir þér kleift að vista prentað skjal sem PDF. Þetta er bæði þægilegt og umhverfisvænt, því oft vill maður prenta út kvittun sem sönnun fyrir pöntun eða millifærslu en þá á maður annaðhvort ekki prentara eða blek (eða duft) í hann. Í slíkum tilvikum þá er forrit á borð við doPDF algjör snilld.
Uppsetning á doPDF er mjög einföld. Forritið sett upp, og svo er bara valið að prenta síðu, og doPDF valið til að prenta á. Mac notendur þurfa ekki á slíku forrit að halda því þessi eiginleiki fylgir með Mac OS X.