Ef þú lendir í þeirri stöðu að þú kemst ekki inn á Facebook (t.d. í vinnunni en fjölmargir vinnustaðir hafa lokað fyrir Facebook), en þarft nauðsynlega að koma einni stöðuuppfærslu á framfæri eða þá senda inn mynd/myndband þá er hægt að gera það með því að senda tölvupóst.

Það sem þú þarft að gera er að fá netfang fyrir reikninginn þinn frá Facebook sem gerir þér kleift að senda inn stöðuuppfærslur eða annað efni með tölvupósti.

Skref 1:
Byrjaðu á að skrá þig inn á Facbook, og farðu svo á facebook.com/mobile. Nú ætti netfangið að blasa við þér. Fyrri hluti netfangsins er eitthvað bull, en seinni hlutinn er @m.facebook.com

Skref 2:
Sendu tölvupóst á netfangið. Ef þú vilt hafa einfalda stöðuuppfærslu, þá skrifaru hana í titil á póstinum. Ef þú sendir inn mynd eða myndband í viðhengi, þá kemur það með, og titill póstsins birtist þá sem texti með mynd/myndbandi.

Ritstjórn
Author

Write A Comment