Í gær gaf bandaríska tæknifyrirtækið Microsoft út Mac útgáfu af vinsæla stílabókarforritinu OneNote. Forritið er einnig ókeypis á Windows frá og með deginum í dag.
Þegar iOS 7.1 kom út á dögunum, þá nýtti Apple einnig tækifærið og gaf út nýja uppfærslu fyrir Apple TV, sem er nú komið í útgáfu 6.1
Nýjasta útgáfa af Chrome vafranum á iOS kemur með nokkuð hentugum eiginleika, sem gerir manni kleift að minnka gagnanotkun á meðan þú vafrar.
Í dag gaf Apple út stóra uppfærslu á iOS, þegar útgáfa 7.1 leit dagsins ljós, en með útgáfunni fylgja einhverjar nýjungar, auk þess sem litlar villur voru lagfærðar.
Android notendur, til hamingju með daginn. Spurningaleikurinn QuizUp, sem þið hafið eflaust heyrt iOS vini ykkar tala um undanfarna mánuði, er kominn út á Android.
BiteSMS, eitt allra vinsælasta jailbreak forritið í Cydia búðinni, er á 30% afslætti í tæpa viku, eða til 9. mars næstkomandi.
Í dag kynnti Apple Carplay, sem á að gera notkun iPhone í bílnum þægilegri og öruggari.
Apple hefur gefið út uppfærslu fyrir Mavericks, sem er nú komin í útgáfu 10.9.2. Með uppfærslunni eru ýmsar villur lagaðar, m.a. villur varðandi galla í SSL tengingum notenda sem var lagaður með uppfærslunni.
Síðastliðinn föstudag gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu sem er nú komið í útgáfu 7.0.6.
Spurningaleikurinn QuizUp, sem flestir tækniþenkjandi Íslendingar þekkja til, lenti í öðru sæti í flokknum „hástökkvari sprotafyrirtækja“ (e. Fastest rising startup), á Crunchies verðlaunahátíðinni sem fram fór í San Francisco fyrr í vikunni.
Þriðji desember 1994 var markverður dagur í sögu tölvuleikjaspilara, því þá setti japanski raftækjarisinn Sony fyrstu leikjatölvu sína á markað. Sony réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur ákvað að etja kappi við fyrirtæki á borð við Nintendo, Sega og Atari sem voru risar á markaðnum.