fbpx

Síðastliðinn föstudag gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu sem er nú komið í útgáfu 7.0.6.

Með uppfærslunni lagfærði fyrirtækið öryggisglufu í iOS stýrikerfinu sem varðar SSL tengingar notenda.

Uppfærslan er í kringum 35 MB að stærð, og er eins og venjulega fáanlegt með því að fara í Settings > General > Software Update.

Við mælum eindregið með því að allir uppfæri í nýjustu útgáfu stýrikerfisins, en bendum þeim sem hafa framkvæmt jailbreak á tækjum sínum, að þeir geta ekki uppfært beint úr tækjum sínum, og eins að með uppfærslu þá er tækið ekki lengur jailbreak-að.

Write A Comment