fbpx
Author

Ritstjórn

Browsing

Firefox 19

Nítjanda opinbera útgáfan af Firefox vafranum frá Firefox kemur út í dag, aðeins mánuði eftir útgáfu Firefox 18 (Firefox liðar greinilega sólgnir í aðra köku frá Microsoft).

Forritið kemur með innbyggðum stuðningi við PDF skjöl, þannig að ekki er lengur þörf á sérstökum viðbótum (e. add-ons) til að lesa þau í vafranum.

iPad auglýsing - Alive

iPad spjaldtölvan frá Apple er sú vinsælasta sinnar tegundar í heiminum, og hefur verið seld í tugmilljónatali frá því á markað í apríl 2010. Fyrirtækið sér samt ástæðu til að auglýsa spjaldtölvuna  í fjölmiðlum, og hefur nú sent frá sér tvær auglýsingar sem fyrirtækið telur að sælkerar fegurðarinnar.

Í auglýsingunum tveimur eru ýmis forrit í sviðsljósinu, sem sýna hvaða möguleikar sem eru í boði fyrir iPad og iPad mini eigendur.

Wolfram Alpha

WolframAlpha er vefur sem allar forvitnar sálir ættu að prófa einhvern tímann á lífsleiðinni.

Ólíkt hefðbundnum leitarvélum líkt og Google, þá svarar WolframAlpha spurningum notenda, og þar er vefnum fátt óviðkomandi. Vefurinn getur svarað flóknum reikningdsæmum, sagt manni hvenær flóð og fjara er í Reykjavík, kannað gengi gjaldmiðla og margt fleira.

Hér fyrir neðan má sjá tvær spurningar sem lagðar voru fyrir WolframAlpha á meðan greinin var í vinnslu:

Google merkið

Bandaríska tæknifyrirtækið Google stefnir nú á opnun verslana undir merkjum fyrirtækisins síðar á árinu.

Með því hyggst Google koma vörum fyrr í hendur viðskiptavina sinna. Staðan í dag er sú að notendur sjaldnast prófað eða skoðað Google vörur í verslunum, heldur þurfa að láta sér nægja að panta þær af netinu.

Skype

Nýr möguleiki, Video messages (eða videóskilaboð) mun brátt birtast á Skype fyrir Mac, iOS og Android notendur. Microsoft hefur verið að vinna að þessum eiginleika í nokkra mánuði, og samkvæmt okkar heimildum þá mun þessi eiginleiki standa notendum til boða í næstu viku.

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Fyrir rúmri viku kom jailbreak fyrir iOS 6.1, og nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 5.1. Stuðningur við XBMC eða Plex er ekki kominn, þannig að ef þú notar þessi forrit þá skaltu aðeins bíða með það að uppfæra.
UPPFÆRT:  XBMC styður nú Apple TV 5.2

Þetta jailbreak virkar því miður ekki fyrir Apple TV 3, sem kom á markað í mars 2012.

Macbook Pro Retina

Bandaríska tæknifyrirtækið Apple sendi fréttatilkynningu frá sér í gær, þar sem uppfærð útgáfa af Macbook Pro Retina var kynnt til sögunnar.

Í fréttatilkynningunni segir að dýrari gerðir tölvunnar fá aðeins hraðari örgjörva (þ.e. 2,6 GHz í staðinn fyrir 2,5 GHz), auk þess sem tölvan mun lækka í verði.

Internet Explorer - kaka

Samkeppni á netvaframarkaði er hörð. Internet Explorer, Google Chrome, Mozilla Firefox, Apple Safari og Opera eru fimm stærstu vafranir sem berjast um hituna, auk þess sem minni vafrar deila með sér einhverju broti úr prósentu.

Fyrirtækin Microsoft og Mozilla sýna samt hvort öðru mikla háttvísi í þessari samkeppni, en fyrirtækin senda hvort öðru köku, þegar nýjar stórútgáfur af vöfrum hvors fyrirtækis koma út.