fbpx

Seas0nPass - Apple TV 5.0.1

Fyrir rúmri viku kom jailbreak fyrir iOS 6.1, og nú er komið untethered jailbreak fyrir Apple TV 5.1. Stuðningur við XBMC eða Plex er ekki kominn, þannig að ef þú notar þessi forrit þá skaltu aðeins bíða með það að uppfæra.
UPPFÆRT:  XBMC styður nú Apple TV 5.2

Þetta jailbreak virkar því miður ekki fyrir Apple TV 3, sem kom á markað í mars 2012.

Fylgdu eftirfarandi skrefum til að framkvæma jailbreak á Apple TV 2 spilaranum þínum.

UPPFÆRT (21. mars 2013: Apple hefur gefið út Apple TV 5.2.1 sem ekki er komið jailbreak fyrir, þannig að notendur munu eflaust lenda í villum nema þeir hafi vistuð svokölluð „SHSH blobs“ sem gerir manni kleift að niðurfæra af Apple TV spilarann í eldra firmware.

Skref 1:
Náðu í SeasonPass. Afþjappaðu .zip skránni og opnaðu forritið
SeasonPass – Windows útgáfa.
SeasonPass – Mac útgáfa

Skref 2:
Opnaðu Seas0nPass og veldu á Create IPSW, en það er firmware skrá sem þú hleður inn á Apple TV til að jailbreak-a það.

Skref 3:
Þegar Seas0nPass hefur búið til IPSW skrá, þá biður forritið þig um að tengja Apple TV við tölvuna og setja það í DFU Mode.

Skref 4:
Tengdu Apple TV við tölvuna með microUSB kapli, en ekki tengja Apple TV líka við rafmagn. Haltu inni Menu og Play/Pause í 7 sekúndur til að setja Apple TV í 7 sekúndur (þessar leiðbeiningar ættu líka að birtast á skjánum í SeasonPass).

Á Mac þá sér Seas0nPass um að hlaða inn skránni, en á Windows þá þarftu að halda Shift inni ýttu á Restore í iTunes, og finna skrána sem að SeasonPass bjó til (á að vera staðsett í My Documents).

Með jailbreak-inu sjálfu gerist ósköp lítið, en á síðunni má einnig finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að setja upp XBMC  eða Plex (þegar stuðningur þessi forrit kemur).

Avatar photo
Author

17 Comments

 1. Process failed with reason: Filesystem patches failed. Fékk þetta þegar ég valdi create IPSW á Seasonpass. Veit einhver hvað ég get gert í því. Erum búin að reyna að dowloada aftur.

  • Þessa villu má oftast rekja til eftirtalinna atriða:
   1. Kveikt er á FileVault (fáir sem nota FileVault þannig að við efumst um það). Lausnin er þá að slökkva á FileVault.
   eða
   2. Forritið er keyrt beint úr Downloads möppunni. Lausnin: Draga forritið yfir í Applications eða sjálfa Home möppuna (t.d. mögulega „Anna“ mappan í þínu tilviki, en Downloads mappan er þá í Anna/Downloads.

 2. Er ekkert jailbreak komið fyrir Apple TV 3? Þýðir það að ég get ekki notað glænýja ATV spilarann minn?

 3. er mikið mál að downgrade-a niður í 4.4.3 (eða eitthvað annað) ef maður er ekki sáttur við update-ið? vill ekki missa Plexið úr Apple tv-inu…

  • Það eru tvær leiðir til að downgrade-a:
   1. Vista SHSH blobs með forriti sem heitir TinyUmbrella.
   2. Kaupir aTV Flash pakkann (sjá http://firecore.com/atvflash-black), setur hann upp og þeir gefa þér kost á að taka afrit af gögnum á tækinu svo þú getir niðurfært síðar.

   Ef þú reiðir þig mikið á Plex þá myndi ég persónulega bara bíða eftir Plex stuðningi áður en þú uppfærir. Helstu nýjungarnar með Apple TV útgáfu 5.x eru Hulu Plus, iTunes Match, NBA International League Pass (í bresku búðinni) og stuðningur við Bluetooth lyklaborð.

   • NBA league passinn er einmitt eina ástæða þess að ég hef verið að hugleiða uppfærslu, en takk fyrir svarið.

  • XBMC stuðningur fyrir 5.2 er kominn.

   Gleymdist bara að uppfæra greinina. Skamm skamm á okkur 🙂

 4. Fæ þetta alltaf upp þegar Seas0n Pass er búinn að gera IPSW og er að reyna að keyra í gegnum iTunes „this device isn’t eligible for the requested build“

 5. Unknown Error 3194 ég fæ þetta þegar ég er búin að fá það í dfu

  • Vísa í ummælin fyrir neðan, sem eru nú komin í sjálfa greinina.

   Apple hefur gefið út Apple TV 5.2.1 sem ekki er komið jailbreak fyrir, þannig að notendur munu eflaust lenda í villum nema þeir hafi vistuð svokölluð „SHSH blobs“ sem gerir manni kleift að niðurfæra af Apple TV spilarann í eldra firmware.

   Þetta er það sem eflaust að henda þig núna 🙁

 6. Ég á apple tv 2 en uppdateði það í dag og allt datt út sem ég var með… þýðir það að ég verði bara bíða þangað til það kemur leið til að craka Apple Tv 5.2.1 ?

  • Í stuttu máli já.

   Eina lausnin til að hægt sé að niðurfæra er ef maður vistar svokölluð „SHSH blobs“ (sjá önnur ummæli í svari til Tobba), en allar líkur eru á þvi að þeir sem uppfæra tækin óvart geri það ekki.

Write A Comment