fbpx

finder-150
Mac:Nú veit ég ekki hversu marga notendur þetta vandamál snertir, en þegar ég næ í skrár á tölvunni minni þá nota ég oft skipunina „Show in Finder“ til að sjá hvar skráin er á harða disknum mínum (af því að ég vista oft skrárnar ýmist í Dropbox, Downloads eða Desktop).

Einn góðan veðurdag þá hætti þessi skipun allt í einu að virka. Til að kippa því í liðinn er nóg að opna Terminal og slá inn skipunina

sudo killall -KILL appleeventsd

Eftir að þú ýtir á Enter þá þarftu að slá inn lykilorðið þitt (og ritaðu það varlega því það birtast engar stjörnur eins og **** sem sýna hversu marga stafi þú hefur ritað) heldur lítur reiturinn svona út hvort sem þú slærð inn einn staf eða milljón

Terminal - Lykilorð

Ef þú ert ekki með neitt lykilorð þá þarftu að setja það tímabundið, en það gerirðu með því að opna System Preferences og fara þar í Users & Groups.

Avatar photo
Author

Write A Comment