Ný rannsókn frá CIRP (Consumer Intelligence Research Partners) hefur leitt í ljós að símreikningar iPhone eigenda eru hærri en þeirra sem eiga Android, Windows Phone eða önnur símtæki.
Í gær þá kom tímabær uppfærsla af hinu vinsæla Remote forriti fyrir iOS, sem er nú komið í útgáfu 3.0.1.
Með forritinu geta er hægt að stjórna iTunes safni tölvunnar eða Apple TV úr iPhone eða iPad.
Með uppfærslunni þá er leitarmöguleiki kominn í forritið, auk þess sem ýmsar villur voru lagaðar þannig að forritið er nú stöðugra.
Nokia 5110 er án nokkurs vafa einn vinsælasti farsíminn sem hefur komið í almenna sölu á Íslandi, og rétt fyrir aldamótin var vandfundinn sá einstaklingur sem átti farsíma annarrar tegundar en Nokia 5110 eða Nokia 6110.
Farsímatæknin hefur verið til staðar í nokkra áratugi, en það var ekki fyrr en seint á 10. áratug síðustu aldar að símtæki voru fáanleg á viðráðanlegu verði (svo dæmi sé tekið þá kostaði Motorola MicroTac u.þ.b. 2500-3500 dollara þegar hann kom á markað 1989).
Spurningin er þá sú, hverjir eru 20 vinsælustu farsímar allra tíma? Kemst Nokia 5110 á listann? En iPhone? Smellið á meira til að sjá listann í heild sinni.
Fyrr í dag þá kynnti Apple 128GB útgáfu af fjórðu kynslóðar iPad (eða iPad 4).
Reed Hastings, forstjóri Netflix, segir að 1. febrúar næstkomandi muni marka þáttaskil í dreifingu sjónvarpsþátta. Þá mun Netflix gefa út þættina House Of Cards, með stórleikaranum Kevin Spacey í aðalhlutverki og David Fincher að leikstýra/framleiða (Fincher er best þekktur fyrir leikstjórn mynda á borð við Se7en, Fight Club og The Social Network).
Spurningin er þá sú, hvernig dreifing House of Cards verður frábrugðin öðrum sjónvarpsþáttum.
Í gær gaf Apple út uppfærslu á iOS stýrikerfinu, sem er nú komið í útgáfu 6.1.
Með uppfærslunni þá fengu fjölmörg símafyrirtæki LTE (4G) stuðning, auk þess sem að iTunes Match notendur geta halað niður einstökum lögum úr iCloud.
Þann 18. janúar greindum við frá því að Temple Run 2 væri kominn í App Store. Android notendum til mæðu þá lenti leikurinn ekki í Google Play búðinni á sama tíma. Þeir geta því tekið gleði sína á ný við þessar fréttir.
Hefur þú fengið leið á iTunes tónlistarsafninu þínu? Jafnvel þótt það innihaldi 10-20 þúsund lög? Ef svo er, þá skaltu kíkja á Beathound.
Þegar Apple kynnti iPhone 4S fyrir rúmu ári síðan, þá fylgdi það sögunni að símann væri hægt að nota út um gjörvallan heim. Neytendur gátu þannig keypt símann hvar sem er í heiminum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af stuðningi við símafyrirtækin í föðurlandinu. Af þessu leiddi að íslenskir ferðamenn gátu sparað sér þó nokkra túskildinga þegar hægt var að kaupa ólæstir iPhone símar komu í almenna sölu í Apple Store á $649 og upp úr.
Það sama er ekki uppi á teningnum með iPhone 5. iPhone 5 er að vissu leyti hægt að nota út um allan heim sem eðlilegt símtæki og 2G/3G farnet. Málið vandast þegar talið berst að LTE (eða 4G) háhraðafarneti.
Við sögðum frá því fyrir stuttu að jailbreak fyrir iPhone 5 væri nánast tilbúið. Forritarinn Pod2g, sem jailbreak áhugamenn þekkja kannski til, renndi frekari stoðum undir það í Twitter færslu til jailbreak forritarans Planetbeing, þegar hinn síðarnefndi greindi alheimi frá árangri liðinnar viku hjá jailbreak forriturum.
Come on Apple. Release that 6.1 now! /cc @planetbeing @pimskeks @musclenerd
— pod2g (@pod2g) January 23, 2013