fbpx

iOS 6 - jailbreak

Undanfarnar vikur höfum við flutt fréttir af væntanlegu jailbreak-i fyrir iPhone 5. Með útgáfu iOS 6.1 þá virðist jailbreak samfélagið hafa unnið enn einn sigurinn, því allar líkur eru á því að jailbreak fyrir iPhone 5 og önnur nýleg iOS tæki muni koma um helgina.

iOS  orritarinn og iPhone Dev-Team meðlimurinn hann MuscleNerd setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu  sína fyrir skömmu:

 

Af færslunni má draga þá ályktun að notendavæn leið til að framkvæma jailbreak á iOS tækjum muni koma á svipuðum tíma og keppt verður um Ofurskálina í amerískum fótbolta næstkomandi sunnudag.

Útgáfudagur á sama tíma og keppt verður um Ofurskálina í amerískum fótbolta (e. Super Bowl) er talin heppileg, því sökum gífurlegra vinsælda viðburðarins í sjónvarpi, þá er talið að hægt verði að dreifa álaginu sem venjulega er á vefþjóna Cydia og annarra utanaðkomandi aðila sem gera jailbreak forrit og viðbætur sem dreift er í Cydia Store.

Avatar photo
Author

Write A Comment