fbpx

Beathound - Vefsíða vikunnar

Hefur þú fengið leið á iTunes tónlistarsafninu þínu? Jafnvel þótt það innihaldi 10-20 þúsund lög? Ef svo er, þá skaltu kíkja á Beathound.

Beathound er vefsíða sem skannar iTunes safnið þitt, sér hvaða tónlist þú hlustar á og mælir síðan með tónlistarmönnum (eða stökum breiðskífum) sem allar líkur eru á að þú munir kunna að meta.

Til þess að nota Beathound þá þarftu einungis að hlaða inn svokallaðri XML skrá sem hefur að geyma upplýsingar um iTunes safnið þitt og tekur skamma stund. Beathound skannar efni XML skrárinnar, finnur helstu gersemarnar í iTunes safninu þínu, og sendir þér svo tillögur í tölvupósti.

Avatar photo
Author

Write A Comment