Camera+ hefur verið eitt vinsælasta myndavélaforritið í App Store frá því það kom út, og þegar þetta er ritað þá hefur meira en 9 milljón eintökum af iPhone útgáfunni verið halað niður.
Þar sem að margir, einkum ferðamenn, nota myndavélina á iPadinum sínum talsvert mikið þá sáu þeir hjá X sig knúna til að gera iPad útgáfu af forritinu sínu.
Facebook forritið hefur frá upphafi App Store búðarinnar verið meðal vinsælustu forritanna þar. Samt sem áður hafa flestir notendur forritsins verið allt annað en ánægðir með forritið, og sumir jafnvel gengið svo langt að sniðganga forritið og nota þess í stað farsímaútgáfuna í Safari.
iOS útgáfa af Google Chrome, netvafranum sem er sífellt að sækja í sig veðrið, lenti í App Store laust fyrir helgi. Bæði iPad og iPhone útgáfa komu út þannig að enginn verður svikinn með þessu nýja forriti.
Með auknum vinsældum iPad spjaldtölvunnar, þá eru sífellt fleiri notendur eingöngu að nota skjályklaborð tölvunnar í stað hefðbundins lyklaborðs (þótt vert er að benda á að hægt er að tengja Bluetooth lyklaborð við iPad). Í eftirfarandi myndbandi er farið út í ýmis ráð til að slá inn texta og tákn hraðar en ella.