fbpx

Splashtop Remote - iPad forrit - iPhone forritFlestir iPhone eða iPad eigendur hérlendis eiga einnig heimilistölvu, hvort sem það er borðtölva eða fartölva. Þeir hinir sömu þekkja þá einnig það „vandamál“ að þurfa að gera eitthvað í tölvunni, en sitja með iPhone eða iPad í fanginu og nenna ekki að standa upp.

Hvort sem þú þarft að gera lítillegar breytingar í Microsoft Word, Excel eða PowerPoint eða eitthvað annars sem krefst þess að þú farir í tölvuna, þá er Splashtop Remote forrit sem þú ættir að skoða.

Splashtop Remote er forrit sem er notað af yfir 8 milljón manns, þökk sé einfaldleika forritsins við að stjórna tölvu án þess að sitja við hana. Með forritinu þá geturðu t.d. skoðað Office skjöl, horft á Flash myndbönd á netinu (sem iOS styður annars ekki), horft á myndbönd í tölvunni o.fl. Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá hversu einfalt forritið er í notkun.

Til þess að nota forritið þá þarftu að sækja Splashtop Streamer og setja það upp á tölvunni þinni. Þar fylgirðu leiðbeiningum um stofnun reiknings og setur öryggiskóða fyrir tölvuna. Síðan þarftu bara að stilla það saman við forritið á iPhone eða iPad og þá geturðu fjarstýrt tölvunni þinni.

iPhone útgáfan af forritinu kostar $0.99 í App Store, en iPad útgáfan (sem er ítarlegri) kostar $2.99.

Avatar photo
Author

Write A Comment